Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 40

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 40
kunna þú, Guð). í þriðja lagi af því hvernig hann rammar myndina inn með upphafsorðum Jóhannesarguðspjalls og loks hvemig hann byggir á rúss- nesku hefðinni um hinn heilaga dára með tilvísun í Fávitann eftir Dostojev- sky. Til hliðsjónar er svo umfjöllun Tarkovskys sjálfs um myndina og hvaða ljósi hún varpar á hana. Þessir fjórir þræðir sýna vel hvernig Tarkovsky beitir kristnu myndmáli og málfari í Fórninni á sinn snjalla hátt, auk þess sem þeir sýna hvernig hann fléttar saman ólíkar listgreinar við gerð mynd- arinnar, þ.e. myndlist, tónlist, bókmenntum og leiklist. Kvikmyndin Fórnin er frá árinu 1986 og er hún síðasta kvikmyndin sem Andrei Tar- kovsky gerði, en hann lést í lok þess árs. Myndin var tekin í Svíþjóð með mörgum af samverkamönnum Ingmars Bergman og er til að mynda hand- bragð kvikmyndatökumannsins Sven Nykvist mjög greinilegt í myndinni. Fórnin vakti strax mikla athygli og hlaut m.a. fern verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Cannes árið sem hún var frumsýnd og var til nefnd til þeirra fimmtu (Gullpálmans). Þá hlaut hún bresku BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1988, svo dæmi séu tekin.12 Fórnin segir frá því að Alexander, blaðamaður og heimspekingur og fyrrum leikari, á fimmtíu ára afmæli. Fjölskyldan hefur safnast saman í afskekktu húsi hans á landsbyggðinni ásamt póstmanninum Ottó og lækn- inum Viktor, nánum vini fjölskyldunnar, sem nýlega hefur gert aðgerð á hálsi ungs sonar Alexanders þannig að hann getur ekki talað. í fyrstu virð- ist Alexander vera í ágætu jafnvægi en smám saman kemur í ljós að hann á við sálarkreppu að stríða. Afmælissamkvæmið leiðir í ljós vissa spennu og átök í fjölskyldunni en er síöan truflað af þeim hræðilegu fréttum að hafið sé kjarnorkustríð milli austurs og vesturs. í örvæntingu sinni snýr Alexander sér í bæn til Guðs og býðst til að fóma öllu sem hann á og lifa í þögn það sem eftir er ef það gæti bjargað mannkyninu. Hann sofnar síðan og dreymir drauma sem koma honum í uppnám. Auk þess kemur vinur hans, póstmað- urinn Ottó, til hans og heldur því fram að með því að heimsækja íslensku þjónustustúlkuna Maríu (sem Guðrún Gísladóttir leikur) og sofa hjá henni muni Alexander geta bjargað veröldinni. Ottó álítur að María sé norn í góðri merkingu þess orðs. Alexander fer síðan á hjóli Ottós til Maríu og fær hana til að samrekkja sér. Daginn eftir vaknar Alexander og þá er allt fallið í Ijúfa löð, veröldin er sem fyrr og hann stendur því andspænis því að þurfa að upp- fylla heit sín gagnvart Guði. 12 The Intemet Movie Database. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.