Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 79

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 79
Verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi þegar vér liggjum helsærðir í valnum og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar?27 Trúarleg ljóð Þau ljóð sem flokkast beinlínis sem trúarleg þegar rýnt er í efnissnið þeirra eru hið eiginlega viðfangsefni þessarar greinar. I sambandi við þau verður þó vikið að ljóðum úr öðrum flokkum sem varpað geta frekara ljósi á þau. Stefin sem fyrir koma í trúarlegum ljóðum Sjödœgru eru að sumu leyti ný miðað við tímabilið fram til Sóleyjarkvœðis. Hér eru María mey, Kristur, dauðinn og upprisan í forgrunni. Af þessum stefjum var Kristur mjög fyrir- ferðarmikill á fyrra tímabilinu en mun síður í Sjödægru. Þegar um Maríu er að ræða væri e.t.v. réttara að segja að það sé móðurímyndin, guðsmóðirin og móðir skáldsins, sem ort sé um og renna þær stundum saman í eina og sömu persónu. Móðurstefið er jafnframt fyrirferðarmest af hinum trúarlega hlöðnu stefjum bókarinnar og verður af þeim sökum fyrst vikið að því.28 27 Jóhannes úr Kötlum 1976: 58-59. A'ar/)ö.vi,v-hugsunin virðist líka koma fram í Ragnarökum. Jóhannes úr Kötlum 1976: 36. 28 Móður- og Manustefin höfðu komið fram áður í kveðskap Jóhannesar, m.a. má benda á tvö mjög ólík ljóð. í Til mömmu í Bí bí og blaka (1926) hugsar Ijóðmælandinn til æsku sinnar og ekki síst þess trúar- uppeldis sem það fékk. Þar er þráfaldlega vísað í sálminn Ó. Jesú, bróðir besti. Jóhannes úr Kötlum 1972: 138-139.1 hinu ljóðinu hefur móðurímyndin víðtækari merkingu og nær í senn yfir Maríu guðsmóður og heimsbyltinguna sem leiða mun til friðar og réttlætis. Er hér átt við ljóðið Kom til mín í Sól tér sortna (1945). Þar ákallar ljóðmælandinn „móður allra þjóða" og „móður guðs og rnanna" er hann biður að koma til sín „með lausnarann í fangi". Lokaerindi ljóðsins er mikilvægt.: „Fest þú upp á himin blá/þinn friðar- boga/yfir bleikum Kænugarði,/þar sem hjörtun loga./Kom til mín, því ég er allt, sem þjáist.“ Jóhannes úr Kötlum 1974: 63. f þessu ljóði eins og ýmsum öðrum ljóðum Jóhannesar má greina vísanir í þjóðkvæði og og þulur. Er Sóleyjarkvœði e.t.v eitt besta dæmið um slíkt. I þessu ljóði biður hann t.d. móður guðs og manna að koma til sín „... að kemba ullu nýja.“ Sama heimild: 61 Tilvísun í þuluna Tunglið, timglið taktu mig kemur fyrir í fleiri ljóðum Jóhannesar. Kvæðabálkurinn Mannssonurinn er að stofni til frá svipuðum tíma. Þar heitir síðasta ljóðið Móðirin og fjallar um Maríu. Annað síðasta erindi þess er þannig: „Móð- irin, upphaf og endir mannanna sona/- allra sem rísa og líka hinna sem falla -/áfram um veg hinna eilífu þjáninga gekk." Jóhannes úr Kötlum 1973: 41. Þama er því ort um Mater dolorosa (sjá síðar). Lokaer- indið er einnig athyglisvert í ljósi þess að í Sjödœgru ræðir Jóhannes um Maríu guðsmóður: „Hún var ei guðsmóðir, heldur sú fávísa kona,/heilög í anda, sem trúði og vonaði á alla,/en pínu og dauða síns ljúfl- ings að launum fékk.“ Jóhannes úr Kötlum 1973: 41. Sjá og Hjalti Hugason 2004:83. Silja Aðalsteins- dóttir (2004:236) hefur bent á að María hafi verið vinsælt viðfangsefni skálda um 1940. Það er ugglaust rétt en skýrir þó ekki Maríu-skáldskap Jóhannesar úr Kötlum nema að litlu leyti og alls ekki í ljóði eins og t.d. Mater dolorosa. 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.