Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 77
allt frá kviknun lífs í ár alda.“18 Skal tekið undir þá túlkun. Við þá greiningu
á verkinu út frá efnissniði ljóðanna með áherslu á trúarleg og tilverufræði-
leg þemu sem hér eru kynnt vakti þó um helmingur ljóðanna sérstaka
athygli. Er þeim hér skipað í fimm flokka. Fyrsti flokkurinn er vissulega á
jaðri þess að vera tilverufræðilegur en er tekinn með til að vera trúr þeim (í
bókstaflegri merkingu) rauða þræði sem gengið hafði í gegnum kveðskap
Jóhannesar sérstaklega frá fjórða áratugnum og kemur einnig fram í
Sjödœgru. Er þar átt við pólitísk ljóð. Hér eru flokkarnir aðeins settir fram
til að skapa yfirsýn yfir efni ljóðanna en þeir eru: (1) Pólitísk ljóð, (2) trú-
arleg ljóð, (3) ljóð með lauslegum kristnum vísunum, (4) ljóð með trúar-
legum stefjum úr öðrum átrúnaði en kristni (t. d. trú á heimssmið, Demi-
urgus, og ljóð sem vísa í norrænan átrúnað) og loks (5) tilverufræðileg
(,,ontólógísk“) ljóð sem ekki þurfa að fela í sér trúarlega hugsun.19 Þess skal
getið að flokkamir fimm eru ekki gagnkvæmt útilokandi heldur geta einstök
ljóð tilheyrt mörgum þeirra. Af því sem að framan segir um bókina í heild
geta t.d. öll ljóðin sem hér er vikið að kallast tilverufræðileg þótt sú leið sé
farin að nota orðið sem heiti á undirflokki.
Hér verður lítillega vikið að pólitísku og tilverufræðilegu ljóðunum,
fjallað nokkuð ítarlega um trúarlegu ljóðin, drepið á þau með kristnum vís-
unum en ljóð með tilvísun til annars átrúnaðar en kristni sniðgengin til að
halda umfangi greinarinnar í skefjum.
Pólitísk og tilverufræðileg Ijóð
í pólitísku ljóðunum má segja að hrár veruleiki kalda stríðsins og hið við-
kvæma fjöregg þjóðarinnar, hið nýstofnaða lýðveldi, séu helstu viðfangs-
efni höfundar enda eru mörg þeirra ort um miðjan 5. áratug 20. aldar.20 Hér
verður aðeins staldrað við eitt þessara ljóða, Kveðið vestur á Granda.
Ljóðið er tímasett „17. júní 1948, kl. 24.“ Ljóðmælandi situr vestur á
Granda og virðir fyrir sér umhverfið og „... stúlku sem þorir að/horfa inn í
sólina“ og sólin er stærri og rauðari en hann hefur nokkurn tíman séð.
Neðan frá Lækjartorgi berst ómur af „lýðræðisdansi“ þjóðarinnar. Lýðveld-
inu er aftur á móti lýst sem fjögurra ára barni sem grætur úti á
(Reykja?)nesi.21 Þarna leikur hið nýstofnaða lýðveldi því sama hlutverk og
Jesúbarnið í 19. kafla Sóleyjarkvæðis, þ.e. hlutverk útburðarins í þjóðsög-
18 Eysteinn Þorvaldsson 1971: 33. Eysteinn segir réttilega að Sjödœgra sé spegilmynd manns og heims,
einkum áratuginn 1945-1955.“ Sama heimild: 39. Sjá og sömu heimild: 45, 53. Sjá og Sjá Eysteinn Þor-
valdsson 2002: 103, 106.
19 Sjá flokkun í greinarlok.
20 Jóhannes úr Kötlum 1976: 213-214.
21 Jóhannes úr Kötlum 1976: 54-55.
75