Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 34
34B35): þat vatn er svá heilagt, at allir hlutir, þeir er þar koma í brunn- inn, verða svá hvítir sem hinna sú, er skjall heitir, er innan liggr við egg- skurn.“ Þetta sýnir að Snorri, sem var kristinn maður, gat notað orðið heil- agur til að lýsa Urðarbrunni sem vissulega hvíldi helgi á. 4. Merking í yngri heimildum Ég læt þetta nægja af dæmum úr fornum heimildum. Sú notkun sem þar kemur fram lifir vissulega í nútíma máli og enginn sem les foma texta velk- ist í vafa um hvað við er átt. Enginn munur er t.d. á notkun Hallgríms Pét- urssonar á orðunum heilagur og helgur í Passíusálmunum og því sem fram hefur komið í dæmunum sem ég nefndi. Hugsanlega má sækja til hans sam- bandið heilög þolinmæði sem víða má finna dæmi um í yngri heimildum, t.d. „reyndu nú að sýna heilaga þolinmæði“. Hallgrímur orti í 41. sálmi: Enginn skal hugsa, að herrann þá / hafi með efa og bræði / hrópað þannig né horfið frá / heilagri þolinmæði. Eftir því sem tímar líða verður notkun orðsins heilagur einnig almennari og missir oft merkingartengslin við það sem mikil helgi er á. Orðið verður meira eins og áhersluorð. „þar sé ég og les með helgum hryllingi þann ógleymanlega merkisviðburð ...“ var skrifað í blaðið Þjóðólf á 19. öld (1884:89). „Jón Sigurðsson var pólitískt helgur maður í lifanda lífi“ stóð í Fréttablaðinu á síðasta ári. Heilagur í orðasamböndum Orðasambandið „það veit heilög hamingjan“ er mjög vel þekkt og grípa margir til þess ef þeir vilja leggja áherslu á orð sín. „ ... því ræður heilög hamingja, / En henni er mark ei sett“ orti t.d. Grímur Thomsen (1895:256). Sama er að segja um upphrópunina hjólpi mér allir heilagir þar sem sumir bæta við en hinir láti það vera. Ekki er óalgengt að heyra sagt: „þetta er heilagur sannleikur" og er merkingin þá aðeins ‘þetta er dagsatt, alveg satt’. Annað þekkt orðasamband úr nútímamáli, sem notað er í áhersluskyni, er „og búinn heilagur“ í merkingunni ‘ekki er meira um það að segja’. Það virðist ekki gamalt í málinu og eru elstu dæmi, sem mér er kunnugt um, frá því rétt fyrir miðja 20. öld. Guðmundur Hagalín notar þetta á nokkrum stöðum í bókum sínum og skrifar reyndar búið heilagur. Annað orðasamband sem allir þekkja er sýknt og heilagt í merkingunni ‘stöðugt, alltaf’ en elstu íslensk dæmi virðast frá því á 17. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr Christilegri bœnabók sem gefin var út 1653 (A, IV). Þar stendur: „hupr Christenn Madur a ad bidia synt og Heilagt dag- lega.“ Þetta segir þó ekki að orðasambandið sé ekki miklu eldra í málinu, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.