Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 147
* Kanske er það svo fyrir okkur sem ölumst upp íkristinni trú að það er ansi
mikið samofið að vera kristinnar trúar og trúaður. Það þyrfti að sortera
þetta.
* Mérfinnst ekkert endilega að maður þurfi að halda í hefðirnar þótt maður
sé trúaður. Mér finnst ferming og skírn ekki vera skylda, en það er viss
hefð. Mér finnst að fólk eigi að fá að velja og hafna, en það getur alveg
verið kristinnar trúar fyrir það. Hefðin er eiginlega undirstrikun á trúnni.
Viss staðfesting.
* Mér finnst þetta snúast um það hvert maður leitar eftir styrk sínum og
hvert maðurfer með bœnirnar sínar, og það hvað er rétt og rangt. Mér
finnst þetta vera svolítið það og í trúnni kennir þetta okkur hvað má og
hvað má ekki. Sumir biðja til Guðs og sumir Allah og sumir eitthvað
annað. Eg segi bara að þar sem fólk finnur styrkinn sinn er það bara
œðislega gott, hvort sem það er í Krossinum eða í kirkjunni eða í Veginum
eða hvar sem er. Fyrir mér er þetta spurningin um það hvar fólk finnur
styrkinn sinn og að maður ólst upp við kristna trú.
* Maður hefur heyrt það að effólk lendir í einhverju og virkilega fer með
bænirnar sínar finnur það breytingu.
* Ég held að það sé líka það að maður vill ekki hafna þessu efmaður lendir
í miklum erfiðieikum eða miklum áföllum, þá held ég að það sé auðveld-
ara. Ég veit umfólk sem missti barn. Það var auðveldara fyrir þann aðil-
ann sem var trúaður að komast í gegnum þetta.
Tafla 4. íslendingar og bænin Faðir vor. Hve oft er beðið? Hlutfall af
þeim sem svöruðu spurningunni. (Guðfræðistofnun 1987 og Gallup 2004).
1978 2004
n= 724 611
Daglega eða því sem næst 28,5 34,9
2-3 í viku 8,9 14,4
Nokkrum sinnum í mánuði 20,6 12,3
Sjaldnar 29,7 30,0
Aldrei 12,4 8,5
100 100