Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Qupperneq 122
Síðar í sama texta segir á þessa leið:
Ef sá vill eigi kaupa tíðir á kirkju er á, og er hann útlagur um það þrem
mörkum, en sá eignast kirkju er tíðir kaupir á. Ef sá maður er svo ungur að
hann á eigi varðveislu fjár síns, eða sé hann af landi farinn, og vilja þeir eigi
varðveita kirkju er fé hans hafa, og gera aðrir menn að, og á sá kost þá er
tekur til fjár síns, hvort hann vill slíkt fá þeim sem þá hefir kostað er að hafa
gert, eða vill hann að þeir eignist kirkju.58
í þessum málsgreinum er látið í það skína að kirkjur hafi verið í einka-
eigu og í vörslu eigandans eða einhvers annars í umboði hans.59 Fleiri
ákvæði sýnast hníga í sömu átt. Samkvæmt kristinna laga þætti Grágásar
var það á valdi kirkjubónda að ákveða hvort hann losaði sig við sjúkan prest
og sendi aftur heim til föðurhúsa en í almennum kirkjurétti voru ákvæði um
það að leikmaður gæti ekki rekið prest frá kirkju sinni nema með samþykki
biskups.60 Ef rétt er má líta svo á að stofnendur kirkna haft í reynd ekki gert
neitt annað en að taka frá hluta af eignum sínum til trúarlegra athafna í þágu
sveitunga sinna. Þetta „einkafyrirtæki" hafi síðan verið skráð undir nafni
kirkjudýrlings, það hafí verið „firmaskráning“ þess tíma, að sínu leyti
svipað því þegar fyrirtækjum nú á tímum er gefin sérstök kennitala.61 Fleiri
fræðimenn hafa verið þeirrar skoðunar að í germanskri réttarhugsun hafí
ekki annað komið til greina en að kirkjur eins og önnur mannvirki og hvers
kyns hlutir væru eign manna af holdi og blóði og þannig hafi það einnig
verið í öndverðri kristni hér á landi.62 Ekki eru samt allir á einu máli um
58 Grágás 1992, s. 14.
59 Sbr. þessi orð Jóns Loftssonar þegar hann deildi við Þorlák biskup Þórhallsson um kirkjuna í Höfða-
brekkulandi: „Þér megit kalla þann bannsettan, sem þér vilit, en aldri mun ek í yðvart vald já minni eign
undan mér, minni kirkju eða meiri, þeirri sem ek heftr vald iftr“ (Biskupa sögur 1. b. (1858), s. 283).
60 Grágás 1992, s. 15. Corpus Iuris Canonici 1, d. 810 (C.XXXVIII.). Ákvæði þetta mun vera frá biskupa-
þingi 813.
61 Þýski réttarsögufræðingurinn Ulrich Stutz komst m.a. svo að orði þegar hann var að lýsa eignarréttarstöðu
kirkna í germönskum löndum: „Mittelpunkt des Ganzen ist der Altargrund; er ist bei der Weihe nicht trad-
iert worden, er ist im Eigentum des Grundherm verblieben. Auf ihm erhebt sich der Altar mit den Rel-
iquien des Heiligen; des letztem Name ist die Firma, unter welcher der Gmndherr als Eigentiimer von
Kirchengut auftritt und an dem Verkehr mit Kirchengut teilnimmt" (Die Eigenkirche als Element des mitt-
elalterlich-germanischen Kirchenrechts. (Sonderausgabe) Darmstadt 1964, s. 19). Magnús Stefánsson
hefur gert rækilega grein fyrir kenningum Ulrich Stutz í fyrrgreindu riti, Staðir og staðamál, t.d. s. 196-
200 (sjá 37. nmgr.).
62 Pétur Pétursson: Commentatio de jure ecclesiarum in Islandia ante et post reformationem ... Kaup-
mannahöfn 1844, s. 33 (37. nmgr.), 53, 57-59. Paul Hinschius: Das Kirchenrecht der Katholiken und
Protestanten in Deulschland. 2. b. Berlin 1878, s. 627 (3. nmgr.). Ebbe Hertzberg: Om Eiendomsretten til
det norske Kirkegods, s. 7-13 (sjá 13. nmgr.). Orri Vésteinsson: The Cliristianization of Iceland, s. 106,
108 (sjá 9. nmgr.).
120