Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 93

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 93
Lokaorð í Sjödægru glímir Jóhannes úr Kötlum við trúarlegar og tilverufræðilegar spurningar í ríkari mæli en nokkurri fyrri ljóðabóka sinna. í bókinni gætir líka enn hinnar félagspólitísku hugsjónabaráttu (etos) sem einkenndi mjög sumar fyrri bókanna (Hart er í heimi, Sól tér sortna og Sóleyjarkvæði). Þótt hér sé greint á milli þessarra þriggja sviða, trúar, tilverufræði og pólitíkur, er ekkert sem bendir til að Jóhannes hafi sjálfur talið þann greinarmun mikilvægan. Trú hans var pólitísk, pólitík hans var trúarleg og undir for- merkjum beggja glímdi hann við spumingar um tilveru manns og heims, ekki síst réttlætið í þeirri tilveru. Ljóðin í bókinni eru ort í kviku þeirra formtilrauna sem Jóhannes glímdi við á fimmta áratugi aldarinnar og gera það að verkum að form og inntak þeirra spila betur saman og mynda oft sannfærandi og heillandi einingu ólíkt ýmsum eldri ljóðum höfundar þar sem hugsunin, inntakið og boðskap- urinn bar formið stundum ofurliði. Til þess að skynja þessa einingu forms og inntaks verður enda að lesa ljóðin sjálf en ekki umfjöllun um þau. Þann trúarlega þátt sem fram kemur í bókinni ber ekki að skilja sem boð- skap. Jóhannes predikar ekki í bókinni. Hér er miklu frekar um umþenk- ingar, íhuganir, játningar eða afhjúpanir að ræða, sumar e.t.v. ómeðvitaðar. Skáldið opinberar hugarheim sinn í ljóðunum og trú skiptir verulegu máli í þeim hugarheimi sem þar blasir við. Þá ber þess að geta að Jóhannes er í sumu tilliti mun nær hefðbundnum kristnum skilningi í Sjödœgru en sumum fyrri bókum sínum. Kemur þetta einkar skýrt í ljós í Mater dolorosa. Fyrir því kunna að vera djúpsálarfræðilegar ástæður, þ. e. að í þeirri úrvinnslu á sorg og trega sem hann fór í gegnum við lát móður sinnar hafi hann horfið til baka til hins bernska æviskeiðs og þar með þeirrar djúpu nálægðar sem móðirin miðlaði, sem og þeirrar bernskutrúar sem hún innrætti syninum. Mögulegt er að skoða annað ljóð bókarinnar í ljósi djúpsálarfræðinnar og er það Jesús Maríuson. Það er einnig það ljóð bókarinnar sem helst verður kallað boðandi eða predikandi þar sem það höfðar svo sterkt til lesandans með áskorun um að endurskoða afstöðu sína til Jesú óháð því hver hún er. í fyrri athugun minni á kveðskap Jóhannesar úr Kötlum var áhersla lögð á að hann hafi gengið í gegnum pólitísk sinnaskipti á árunum milli 1930 og 1940 og þau hafi leitt hann frá hefðbundinni kristinni trú. Sú túlkun á sér langa sögu. í Sjödœgru (sjá Mater dolorosd) virðist Jóhannes sjálfur ekki deila þeim skilningi heldur hafa litið svo á að þróun sín sem skálds og hugs- uðar hafi verið samfelld og órofin. Síðan er það annað mál hvor hafí „á réttu að standa“ skáldið eða túlkendur þess! 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.