Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 121
afréttir til varðveislu og jafnvel hvers kyns önnur hlunnindi „í trausti þess að
undir forsjón klerkvígðra manna og hreppstjómarmanna fengi þurfandi
alþýða sameiginleg not jarðargróða.“54 Þessar hugmyndir eru athyglis-
verðar. Þó hefur það löngum verið álit manna að ekki hafi verið á vísan að
róa þegar „réttlæti kirkjunnar" var annars vegar.55 Ef það var vilji valds-
manna að skipta réttlátlega jarðargróða milli alþýðu manna má velta því
fyrir sér hvort lagasetning hefði ekki dugað til og skilað jafnvel betri árangri
heldur en að leggja undir kirkjur verðmæt lönd og jarðarbýli.56
Fleiri hugmyndir mætti sjálfsagt nefna um ástæður þess að kirkjum voru
gjafir gefnar og er því vísast þannig farið að hver hefur það fyrir sannast
sem best fellur að skaphöfn hans og lífsviðhorfi.
4. Hver var eigandi kirkna og kirknafjár?
4.1. Eignarréttur og vörsluréttur
Hingað til hefur þeirri spurningu verið ósvarað hver var eigandi kirkna en
bent á hverjir helst komu til greina: Guð og helgir menn, kirkjurnar sjálfar,
hver á sínum stað og upphafsmenn kirkna (þ.e. stofnendur þeirra og síðan
afkomendur). Nú verður athyglinni sérstaklega beint að því sem almenn lög
kirkjunnar og kirkjuréttarfræðingar höfðu um málið að segja.
I kristinna laga þætti Grágásar, sem áður var vitnað til, er minnst á
skyldur landeiganda og búanda við kirkju á heimalandi en aldrei „kirkjueig-
anda“. Ef tekið er mið af Staðarhólsbók Grágásar eru menn oftast sagðir
„varðveita" kirkju (sjö sinnum), einu sinni „halda“ kirkju og einnig kemur
„varðveislumaður“ kirkju þar einu sinni fyrir. En í Staðarhólsbók er einnig
komist svo að orði að menn „eigi“ kirkju:
Nú hrömar kirkja svo að ósyngjanda er í, og skal sá maður er býr á landi gera
þeim orð er kirkju á svo snemma sumars að að verði gert. Nú vill hann eigi
að gera, og skal sá er land á heimta til búa fimm hvort þeim þyki tíðir í ger-
andi í svo búinni kirkju. Nú þykja þeim eigi tíðir í gerandi í öllum veðrum,
og eignast sá þá kirkju er land á ef hann gerir að.57
54 Guðrún Ása Grímsdóttir:„Úr sögu kristni og kirkju í Norðurálfu 1000-1400: Um heimildir og inntak
kirkjusögu." Biskupa sögur I. Fyrri hluti. (fslenzk fomrit XV. bindi) Reykjavík 2003, s. LI, sbr. XLVIII-
LI.
55 Guðrún Ása Grímsdóttir: „Úr sögu kristni og kirkju í Norðurálfu 1000-1400“, s. LIV.
56 Hér má minna á ákvæði Grágásar um sameiginlega nýtingu afrétta með ítölu (Grágás 1992, s. 330-331).
57 Grágás 1992, s. 14. Karl v. Amira segir að málsgreinamar í Staðarhólsbók, þar sem menn em sagðir eiga
kirkju séu „tiltölulega ungar viðbætur í kristinna laga þætti“ („in einem verháltnissmassig jungen
Einschiebsel des alteren islandischen Christenrechts ...“ (Nordgermanisches Obligationenrecht. 2. b.
Westnordisches Obligationenrecht. Leipzig 1895, s. 895)). Orri Vésteinsson telur hins vegar málsgrein-
amar eldri en megintexta kristinna laga þáttar (The Christianization oflceland, s. 109-110).
119