Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 121

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 121
afréttir til varðveislu og jafnvel hvers kyns önnur hlunnindi „í trausti þess að undir forsjón klerkvígðra manna og hreppstjómarmanna fengi þurfandi alþýða sameiginleg not jarðargróða.“54 Þessar hugmyndir eru athyglis- verðar. Þó hefur það löngum verið álit manna að ekki hafi verið á vísan að róa þegar „réttlæti kirkjunnar" var annars vegar.55 Ef það var vilji valds- manna að skipta réttlátlega jarðargróða milli alþýðu manna má velta því fyrir sér hvort lagasetning hefði ekki dugað til og skilað jafnvel betri árangri heldur en að leggja undir kirkjur verðmæt lönd og jarðarbýli.56 Fleiri hugmyndir mætti sjálfsagt nefna um ástæður þess að kirkjum voru gjafir gefnar og er því vísast þannig farið að hver hefur það fyrir sannast sem best fellur að skaphöfn hans og lífsviðhorfi. 4. Hver var eigandi kirkna og kirknafjár? 4.1. Eignarréttur og vörsluréttur Hingað til hefur þeirri spurningu verið ósvarað hver var eigandi kirkna en bent á hverjir helst komu til greina: Guð og helgir menn, kirkjurnar sjálfar, hver á sínum stað og upphafsmenn kirkna (þ.e. stofnendur þeirra og síðan afkomendur). Nú verður athyglinni sérstaklega beint að því sem almenn lög kirkjunnar og kirkjuréttarfræðingar höfðu um málið að segja. I kristinna laga þætti Grágásar, sem áður var vitnað til, er minnst á skyldur landeiganda og búanda við kirkju á heimalandi en aldrei „kirkjueig- anda“. Ef tekið er mið af Staðarhólsbók Grágásar eru menn oftast sagðir „varðveita" kirkju (sjö sinnum), einu sinni „halda“ kirkju og einnig kemur „varðveislumaður“ kirkju þar einu sinni fyrir. En í Staðarhólsbók er einnig komist svo að orði að menn „eigi“ kirkju: Nú hrömar kirkja svo að ósyngjanda er í, og skal sá maður er býr á landi gera þeim orð er kirkju á svo snemma sumars að að verði gert. Nú vill hann eigi að gera, og skal sá er land á heimta til búa fimm hvort þeim þyki tíðir í ger- andi í svo búinni kirkju. Nú þykja þeim eigi tíðir í gerandi í öllum veðrum, og eignast sá þá kirkju er land á ef hann gerir að.57 54 Guðrún Ása Grímsdóttir:„Úr sögu kristni og kirkju í Norðurálfu 1000-1400: Um heimildir og inntak kirkjusögu." Biskupa sögur I. Fyrri hluti. (fslenzk fomrit XV. bindi) Reykjavík 2003, s. LI, sbr. XLVIII- LI. 55 Guðrún Ása Grímsdóttir: „Úr sögu kristni og kirkju í Norðurálfu 1000-1400“, s. LIV. 56 Hér má minna á ákvæði Grágásar um sameiginlega nýtingu afrétta með ítölu (Grágás 1992, s. 330-331). 57 Grágás 1992, s. 14. Karl v. Amira segir að málsgreinamar í Staðarhólsbók, þar sem menn em sagðir eiga kirkju séu „tiltölulega ungar viðbætur í kristinna laga þætti“ („in einem verháltnissmassig jungen Einschiebsel des alteren islandischen Christenrechts ...“ (Nordgermanisches Obligationenrecht. 2. b. Westnordisches Obligationenrecht. Leipzig 1895, s. 895)). Orri Vésteinsson telur hins vegar málsgrein- amar eldri en megintexta kristinna laga þáttar (The Christianization oflceland, s. 109-110). 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.