Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 48
Auk þessarar myndar og krossins yfir rúmi Maríu er Maríuíkon á veggnum og róðukross á borði í híbýlum Maríu. Athygli vekur að Alexander og María birtast fyrst í spegli á bak við krossinn þegar þau koma inn í herbergi hennar og vísar það til þess að samband þeirra verði nokkurs konar hliðstæða við fórn Krists á krossinum. Þá minnir klæðnaður Maríu óneitanlega á hefð- bundna framsetningu á Maríu guðsmóður. Að auki má benda á að eggið sem sést á borði þegar Alexander fer út úr húsinu á fund Maríu og sauðféð fyrir utan hús hennar tengja hana ennfremur við kristið táknmál. Tarkovsky talar líka um Maríu sem eina af þeim persónum myndarinnar sem líta megi á sem útvalda af Guði.31 Hér má bæta við að kórinn sem sunginn er í Matteusarpassíunni á eftir aríunni með miskunnarbæninni fjallar um það að þrátt fyrir afneitun á Guði sé enn á ný unnt að snúa aftur til hans, á grundvelli þess að Guðs sonur hefur friðþægt fyrir misgjörðir með þjáningu sinni og dauða. Fórn Krists bjargar mannkyni og opnar því á ný leið til Guðs. Fóm Alexanders bjargar mann- kyni undan tortímingu kjarnorkustríðs og opnar leið til nýs lífs og andlegrar endurnýjunar og verður því nokkurs konar allegoría um fóm Krists en um leið ákall til mannkyns um að snúa af leið hroka og efnishyggju til end- umýjaðrar trúar á Guð. Jóhannes Upphafsorðin í Jóhannesarguðspjalli eru þriðji meginþráðurinn í mynd Tar- kovskys sem vert er að hafa í huga við túlkun hennar. Hér er á ferð „jóla- guðspjall“ Jóhannesar sem segir: „í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því“ (Jh 1.1- 5). Samhengið við málverk da Vincis verður augljóst þegar 14. versinu er bætt við: „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðumum.“ Jesúbarnið í fangi Maríu opinberar dýrð Guðs á meðal manna, skín eins og ljós í myrkri, en myrkrið tekur ekki á móti því. Hér takast því á kraftar ljóss og myrkurs, kraftur sköpunarorðs Guðs og eyðileggjandi máttur kaos-aflanna. Málverk da Vincis endurspeglar þetta vel í því hvernig friðsældin og kyrrðin yfir Maríu og Jesúbarninu er umkringd af óróleika hringiðunnar. í upphafs- orðum Jóhannesarguðspjalls birtist þetta í orðunum „ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.“ Þetta bendir svo til þeirrar óreiðu og ógnar 31 Tarkovsky, 1986, s. 227. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.