Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 112

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 112
Af þessum lýsingum Grágásar má draga eftirfarandi ályktanir: 1. Kirkjur voru reistar heima við bæi og hafði bóndi veg og vanda af kirkju- byggingunni. 2. Biskup var hafður með í ráðum og gat sett skilyrði fyrir vígslu, a.m.k. í þeim tilvikum þegar kirkjur voru endurbyggðar eftir bruna eða alvarlegar skemmdir af öðrum ástæðum. 3. Landeigandi lagði kirkjunni á heimajörð sinni til lönd eða lausa aura (nema hvort tveggja væri). 4. Aðrir en landeigendur gátu gefið fé til kirkju. 5. Landeiganda var skylt að gera máldaga þar sem eignir kirkjunnar voru til- greindar og fastar tekjur sem fólust í greiðslu tíundar frá tilteknum bæjum. Þessi ákvæði kristinna laga þáttar voru í fullu samræmi við lög og reglur sem giltu í almennum kirkjurétti. Á þessum tíma hafði kirkjan enn ekki eignast heildstætt lagasafn - það gerðist ekki fyrr en á 12. öld - en sam- þykktir kirkjuþinga, fyrirmæli páfa og að sjálfsögðu orð heilagrar ritningar voru þau lög sem kirkjustofnunin hvfldi á. í byrjun júní árið 610 komu tólf biskupar úr Galisíu saman til fundar í borginni Braga í Norður-Portúgal („concilium Bracarense“) að boði kon- ungs.10 í 5. gr. samþykkta biskupaþingsins" var fjallað um kirkjuvígslur. Þar sagði að ekki væri tilhlýðilegt að biskup krefðist greiðslu þegar hann væri beðinn um að vígja (consecrare) kirkju en hann ætti ekki heldur að hafna því ef stofnandi (fundator) kirkjunnar vildi umbuna honum. Sérhver biskup skyldi jafnframt gæta þess að vígja (dedicare) ekki kirkju fyrr en stofnfé hennar hefði verið lagt fram og staðfest með sérstakri eignaskrá.12 Mark- miðið var að tryggja fjárhag kirkjunnar og rekstur svo að hún gæti staðið undir þeirri þjónustu sem til var ætlast. Ákvæði þetta og svipaðar samþykktir annarra biskupaþinga munu hafa gilt víðast hvar í ríki karlunga á 9. öld og einnig hér á landi eins og fyrmefnd ákvæði kristinna laga þáttar vitna um.13 10 Heimild um ártalið er í http://www.gmii.edu/departments/fld/CLASSICS/martinbraga.conciliwn2.html („... die Kalendarum Iuniarum, aera DCX“). 11 í þessari grein er gerður greinarmunur á kirkjuþingi, þ.e. þingi biskupa úr öllum hinum kristna heimi (concilium oecwnenicum), og svæðisbundnu hiskupaþingi eða biskupastefnu (concilium, synodus) en samþykktir þeirra voru stundum einnig teknar upp í heildarsafn kirkjulaga (Corpus Iuris Canonici). 12 Corpus Iuris Canonici. 1. b. Útg. Aemilius Friedberg. Leipzig 1879, d. 407-408 (C.I.). Magnús Stefáns- son nefnir nokkur fleiri kirkjuþing („Konzil") og eldri þar sem svipaðar samþykktir voru gerðar. Sam- kvæmt heimildum hans var biskupaþing haldið í Braga haldið 675 („Die islandischen Stiftungsurkunden - Kirkjumáldagar." Karl von Amira zum Gedachtnis. [Án útg.st.] Peter Lang, Europaischer Verlag der Wissenschaften. Sonderdruck 1999, s. 131 (2. nmgr.)). 13 Magnús Stefánsson: „Die islandischen Stiftungsurkunden", s. 131 (2. nmgr.). Ebbe Hertzberg: Om Eien- domsretten til det norske Kirkegods. En retshistorisk Betœnkning. Kristiania 1898, s. 10-11. Þorlákur biskup Þórhallsson hinn helgi hefur þekkt þessi ákvæði enda menntaður í kirkjurétti m.a. frá prestaskól- 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.