Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 142

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 142
glímu efri unglingsáranna virðast guðshugmyndirnar fyrst og fremst taka mið af þörfinni fyrir gott afl í tilverunni sem hægt er að biðja til þegar eitt- hvað bjátar á. Trú meirihlutans er nátengdara trúnni í daglega lífinu, sem getur verið margt og mjög breytilegt. Tiltölulega fáir aðhyllast það sem nefnt var kirkjuleg trú, en hún býr yfir kjama sem er í samræmi við kristna hefð og boðun kirkjunnar. Það sem hér er nefnt trúin í daglega lífinu hefur lagað sig að og innibyrgt fjölhyggju og fjölbreyttni samfélagsins varðandi lífsgildi og skoðanir og þar ríkir sú einstaklingshyggja sem er afurð nútíma- legra samfélagshátta og aðgreiningar trúarstofnana frá öðrum stofnunum þjóðfélagsins. Hér er átt við hversdagslega trú sem ekki er bundin við kristna boðun og helgihald en sem samt hefur að marki að skapa öryggi og lífshamingju í nútímalegu velferðarsamfélagi þar sem áhersla er á umburð- arlyndi og friðhelgi einkalffs. Meðal fólks með þessar skoðanir eru margir sem aðhyllast kenninguna um endurholdgun og virkar hún þannig að fólk öðlast merkingu með þjáningunni og þá trú að lífið sé skóli og þeir fæðist aftur sem eiga eftir að læra í skóla lífsins að verða góðar og þroskaðar manneskjur (Pétur Pétursson 1996). Það fólk sem lifir í þessari „hversdags- legu trú“ sem hefur ýmiss einkenni þess sem kalla mætti nútímaleg alþýðu- trú, er fjarlægt kirkjunni þótt það hafi ýmsar væntingar í hennar garð sér- staklega þegar um það er að ræða að vemda lítilmagnann og stuðla að góðum málefnum í samfélaginu. Þetta fólk nálgast kirkjuna á forsendum barnatrúarinnar helst á ævihátíðum og við tímamót í lífi fjölskyldunnar og gerir það þá á einlægan hátt, enda er þá sjaldan um að ræða beina trúarlega innrætingu eða predikun af kirkjunnar hálfu. Jesús Kristur þessarar trúar er fyrst og fremst leiðbeinandi um mannlegt siðferði og boðandi kærleika og umhyggju fyrir þeim sem eru minni máttar, en litúrgía kirkjunnar og sak- ramenti eru þeim mjög fjarlæg. E.t.v. má segja að í mörgum tilvikum hafi sá grunnur sem lagður var með bamatrú og í bænasambandi við foreldra ekki náð að þroskast til skilnings á trúarsetningum kristninnar þegar hæfi- leikar til vitrænnar úrvinnslu komu til sögunnar. Guðshugtakið er óljóst og ekki lengur aðalatriði í trúarlífmu og hæfileikinn til að túlka og heimfæra líkingar og dæmisögur Biblíunnar þroskast ekki. Þegar hinum manngerðu myndum hefur verið kastað fyrir róða verður sambandið við guð „ópersónu- legt“ og trúarþörfin leitar sér margskonar farvegs á einstaklingsbundnum forsendum. Kjarni trúarlffsins, eins og hann er í kristnum skilningi, leysist því sundur, verður „ósýnilegur", eins og Thomas Luckmann (1967) hefur orðað það. Traustið sem þetta fólk hefur til kirkjunnar verður óskilgreint og safnaðarvitund takmörkuð. (Bjöm Bjömsson og Pétur Pétursson 1990: 90- 91) Margir fræðimenn halda því fram eins og hér var bent á að ofan að vit- 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.