Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 113
Athyglisvert er að í hinum latneska texta þessarar lagagreinar er notað
orðið dos um það sem hér er nefnt stofnfé. Latneska orðið dos merkti eig-
inlega það fé sem kona fékk heiman frá sér við giftingu, þ.e. heimanfylgju
á norrænu máli. Það var ekki að ástæðulausu sem þetta orð, dos, var notað
í þessu samhengi. Kirkjan sem slík, heilög kirkja, var ekki venjuleg stofnun
heldur lifandi veruleiki, hin sýnilega „brúður Krists“ hér í heimi. Sérhver
kirkja var það einnig að sínu leyti. Þegar efnt var til nýrrar kirkju táknaði
það að Kristi væri brúður gefín og þess vegna bar henni einnig að fá sitt
fylgifé „úr föðurgarði“ sem aðrar brúðir. Þetta var þó fyrst og síðast guð-
fræðilegur skilningur og táknfræði enda er ekki að sjá að heimanfylgja sé
haft um stofnframlag til kirkna nema í kirkjulegum bókmenntum þessa
tíma, runnum undan rifjum biskupa.14
Augljóst er að í öndverðri kristni hlutu kirkjubyggingar að vera að meira
eða minna leyti einkaframtak manna því að kirkjulegar stofnanir eins og
klaustur og biskupsstólar voru þá annað hvort varla komnar á legg eða
höfðu ekki bolmagn til stórframkvæmda um land allt. Af lögbókunum
verður hins vegar ekki ráðið hvað bændum gekk til og hvaðan frumkvæðið
var komið þegar þeir tóku að reisa kirkju heima við bæi sína. Líklega hafa
ýmsar ástæður legið þar að baki en um það mál verður rætt síðar.
2.2. Hvað segja máldagarnir?
Elstu varðveittu máldagamir munu vera frá öndverðri 12. öld en nær allir
varðveittir í yngri afskriftum.15 í þeim er komist þannig að orði að tilteknar
eignir eru lagðar til eða gefimr þeirri stofnun eða staifsemi sem nefnd er í
máldögunum:
Tanni og Hallfríður þau lögðu helming Bakka16 lands til sælubús þess er þar
er, að ráði Gissurar biskups [ísleifssonar í Skálholti], og að lofi erfmgja.17
anum í Lincoln á Englandi. Sagan segir að hann hafi neitað að vígja kirkjuna að Bæ f Borgarfirði nema
bóndinn þar, sem jafnframt var prestur, Högni Þormóðarson léti fyrst gera máldaga (Biskupa sögur. 1. b.
Kaupmannahöfn 1858, s. 286-287).
14 Jóhann Fritzner tilfærði þrjár heimildir í orðabók sinni yfir fommálið: Þorláks sögu helga „hina yngri“
(talin rituð á fyrri hluta 13. aldar), kristinrétt Jóns yngra erkibiskups (1268-82) og kristinrétt Áma bisk-
ups Þorlákssonar sem tók gildi í Skálholtsbiskupsdæmi 1275 (Johan Fritzner: Ordbog over Det gamle
norske Sprog. 1. b. Oslo 1954 (1. útg. 1886), s. 766-767).
15 Elsta varðveitta skjalið á íslensku er Reykholtsmáldagi, talinn skráður um 1185 (sbr. Magnús Stefánsson:
„Kirkjuvald eflist." Saga íslands. 2. b. Ritstj. Sigurður Líndal. Reykjavík 1975, s. 75).
16 Hér er talið að átt sé við Ferjubakka (sbr. íslenzkt fornbréfasafn. 1. b. Kaupmannahöfn 1857, s. 169).
17 íslenzkt fombréfasafn 1, s. 169. Þessi texti og aðrir úr íslenzku fornbréfasafni eru hérbirtirmeð nútíma-
stafsetningu enda ritháttur þar og stafagerð um margt framandlegt lesendum nú á tímum.
111