Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 53

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 53
Sænski prófessorinn Per-Ame Bodin bendir á að Andrei Tarkovsky hafi í síðustu myndum sínum lýst sérkennilegum persónum sem líkist töluvert Kristsdárunum. Sem dæmi nefnir hann geðsjúklinginn í Nostalgia og aðal- persónuna í Fórninni?1 Það má með ýmsum rökum halda því fram að þetta eigi við um Alexander. Tengingin við Fávita Dostojevskys í Fórninni er augljós auk þess sem ýmislegt í hátterni hans minnir á dárana. Hann er þreyttur á innihaldslausum orðavaðli samtímans, gangrýninn á samfélags- þróunina og þá sérstaklega tæknidýrkunina og framfarahyggjuna sem hefur um leið glatað andlegu innihaldi. í bæn sinni lofar hann að snúa baki við öllu sem hann á og jafnframt hætta að tala. Athafnir hans eru auk þess óvæntar og órökréttar og í lokin er hann fluttur burt í sjúkrabíl eins og hver annar fáráðlingur. Hér er því á ferð viss hliðstæða við Myshkin fursta sem í lok Fávitans er fluttur á geðsjúkrahús í Sviss. í rauninni má segja að Alex- ander samsamist persónunni sem hann lék á sviði á sínum tíma, „umbreyt- ist sjálfur í lifandi listaverk," eins og Viktor segir um Alexander. í einum af draumunum í myndinni sér Alexander jafnframt bera fætur drengsins í snjó sem er bein vísun til tákns Kristsdáranna. Larson og Hammar taka upp þennan þráð þegar þær túlka Fórnina í ljósi Fávitans eftir Dostojevsky. Þær draga meðal annars upp mynd af Alexander sem Kristsdára, og lýsa honum samkvæmt hinni rússnesku hugmyndafræði sem lifandi Kristsíkon.38 Hugmyndafræðin sækir í þann arf rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar að Guð sé ekki fjarlægur og hátt upp hafínn heldur sá sem þjáist með mönnum í Kristi þegar hann gefur líf sitt fyrir þá. Þær vísa í lýsingu Bodins39 á Kristsdáranum og benda á hliðstæðuna við líf Alexand- ers. Það birtist meðal annars í beru fótunum sem hann sér í draumi í snjónum og í löngun hans eftir að losna frá áhrifalausum orðum til raun- verulegra aðgerða. Leið hans inn í þjáninguna, sársaukafullur grátur hans hjá Maríu, fóm hans vegna kærleika hans til drengsins, endurspeglar þetta einnig. Þessi túlkun á því fyllilega við rök að styðjast. Sjálfur bendir Tar- kovsky á að Alexander rýfur á óafturkallanlegan hátt samband sitt við heiminn og lögmál hans, sem hann hefur fram að þessu gert að sínum. Með því glatar hann ekki aðeins fjölskyldu sinni heldur setur hann einnig - og það er hið skelfilegasta í augum þeirra sem tengjast honum - sjálfan sig á skjön við öll viðurkend við- mið. Og það er einmitt þess vegna sem ég lít á Alexander sem mann útval- inn af Guði. Hann skynjar hættuna, þau tortímandi öfl sem knýja gangverk 37 Bodin, 1987, s. 97. 38 Larson og Hammar, 1992, s. 133-134. 39 Bodins, 1987, s. 90. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.