Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 53
Sænski prófessorinn Per-Ame Bodin bendir á að Andrei Tarkovsky hafi
í síðustu myndum sínum lýst sérkennilegum persónum sem líkist töluvert
Kristsdárunum. Sem dæmi nefnir hann geðsjúklinginn í Nostalgia og aðal-
persónuna í Fórninni?1 Það má með ýmsum rökum halda því fram að þetta
eigi við um Alexander. Tengingin við Fávita Dostojevskys í Fórninni er
augljós auk þess sem ýmislegt í hátterni hans minnir á dárana. Hann er
þreyttur á innihaldslausum orðavaðli samtímans, gangrýninn á samfélags-
þróunina og þá sérstaklega tæknidýrkunina og framfarahyggjuna sem hefur
um leið glatað andlegu innihaldi. í bæn sinni lofar hann að snúa baki við
öllu sem hann á og jafnframt hætta að tala. Athafnir hans eru auk þess
óvæntar og órökréttar og í lokin er hann fluttur burt í sjúkrabíl eins og hver
annar fáráðlingur. Hér er því á ferð viss hliðstæða við Myshkin fursta sem í
lok Fávitans er fluttur á geðsjúkrahús í Sviss. í rauninni má segja að Alex-
ander samsamist persónunni sem hann lék á sviði á sínum tíma, „umbreyt-
ist sjálfur í lifandi listaverk," eins og Viktor segir um Alexander. í einum af
draumunum í myndinni sér Alexander jafnframt bera fætur drengsins í snjó
sem er bein vísun til tákns Kristsdáranna.
Larson og Hammar taka upp þennan þráð þegar þær túlka Fórnina í ljósi
Fávitans eftir Dostojevsky. Þær draga meðal annars upp mynd af Alexander
sem Kristsdára, og lýsa honum samkvæmt hinni rússnesku hugmyndafræði
sem lifandi Kristsíkon.38 Hugmyndafræðin sækir í þann arf rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar að Guð sé ekki fjarlægur og hátt upp hafínn heldur sá
sem þjáist með mönnum í Kristi þegar hann gefur líf sitt fyrir þá. Þær vísa
í lýsingu Bodins39 á Kristsdáranum og benda á hliðstæðuna við líf Alexand-
ers. Það birtist meðal annars í beru fótunum sem hann sér í draumi í
snjónum og í löngun hans eftir að losna frá áhrifalausum orðum til raun-
verulegra aðgerða. Leið hans inn í þjáninguna, sársaukafullur grátur hans
hjá Maríu, fóm hans vegna kærleika hans til drengsins, endurspeglar þetta
einnig. Þessi túlkun á því fyllilega við rök að styðjast. Sjálfur bendir Tar-
kovsky á að Alexander
rýfur á óafturkallanlegan hátt samband sitt við heiminn og lögmál hans, sem
hann hefur fram að þessu gert að sínum. Með því glatar hann ekki aðeins
fjölskyldu sinni heldur setur hann einnig - og það er hið skelfilegasta í
augum þeirra sem tengjast honum - sjálfan sig á skjön við öll viðurkend við-
mið. Og það er einmitt þess vegna sem ég lít á Alexander sem mann útval-
inn af Guði. Hann skynjar hættuna, þau tortímandi öfl sem knýja gangverk
37 Bodin, 1987, s. 97.
38 Larson og Hammar, 1992, s. 133-134.
39 Bodins, 1987, s. 90.
51