Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 82
hugga börn þín sánkti Máría hugga börnin þín í jarðarskugganum þú rósan allra ljósa.39 Langviðamesta „móður-ljóðið“ í Sjödœgru er Mater dolorosa (hin þjáða móðir) sem höfundurinn orti í minningu móður sinnar, Halldóru Guð- brandsdóttur en hún lést 23. jan. 1945 í hárri elli.40 Ljóðið skiptist í 12 mislanga kafla og myndar sérstaka bók en ljóðum Sjödægru er alls skipt í sjö bækur og kann það að ráða nafni hennar.41 Mater dolorosa myndar fjórðu bókina og þar með miðhluta og þungamiðju Sjödægru. Þegar í heiti ljóðsins og í lokahluta þess samsamar skáldið móður sína við guðsmóður- ina. Við fregnina um móðurmissinn setur skáldið hljótt: „Mín harpa/bærðist ekki það kvöld“ en skáldið grét ekki.42 í þögn syrgði það móður sína. Æsku- minningar vöknuðu til lífs og skáldið hugleiddi stöðu sjálfs sín í heiminum á þessum tímamótum. Frá sjónarhorni djúpsálarfræðinnar kann skáldið að hafa gengið í gegnum ferli sem nefnt er regression. Það fyrirbæri má skil- greina sem afturhvarf til hins bernska æviskeiðs í leit að glötuðum eða ómeðvituðum kjarna eigin sjálfs eða verundar. Oft leiðir ferli af þessu tagi til truflunar á félagslegri færni eintaklings eða veldur honum sálrænum erfiðleikum. í ljóðinu tekst skáldinu aftur á móti að gefa fyrri æviskeiðum endurnýjaða og dýpkaða merkingu og sættast við orðinn hlut.43 Úr þeim hugrenningum spinnur skáldið síðan ljóðabálk sem víða er skotinn tilvitn- unum í helgitexta. Má þar nefna þekktasta útfararsálm þjóðarinnar, sálminn Um dauðans óvissan tíma eða Allt eins og blómstrið eina eins og hann heitir nú á dögum í hugum flestra, Faðir vorið og ritninguna.44 39 Jóhannes úr Kötlum 1976: 52. Rósin er þekkt tákn Maríu og raunar fleiri kvendýrlinga í kristinni tákn- hefð (,,íkonógrafíu“). Dahlby 1977: 66-67. 40 Jóhannes úr Kötlum 1976: 64, 71-72. Hér er litið á þetta ljóð sem vitnisburð um sterkt kristið hugarþel. Eysteinn Þorvaldsson (1971:28) telur það vitna um „tryggð ... og trúarkennd gagnvart tilfinningahelgi- dómi“. Varðandi tengsl skáldsins við móður sína í beinni og yfirfærðri merkingu sjá einnig ljóðið Tvö augu. Jóhannes úr Kötlum 1976: 37. 41 Eysteinn Þorvaldsson 1971: 39. 42 Jóhannes úr Kötlum 1976: 64-65. 43 Skárderud 2004: 152. Að hyggju djúpsálarfræðingsins C. G. Jungs fól regression \ sér afturhvarf einstak- lings til róta tilveru sinnar, frumbemskunnar og þeirra kennda sem henni voru samfara, sem og aðlögun að innri veruleika sínum. Slíkt afturhvarf getur að hans hyggju bæði verið neikvætt, þ.e. leitt til félags- legrar hömlunar og sálfræðilegra truflana, og jákvætt, þ.e. haft það í för með sér að einstaklingurinn upp- götvi áður ómeðvitaða afstöðu eða tilfinningar og gefi þeim nýtt gildi. Hark 1999: 197-200. 44 Minna vinnubrögðin hér örlítið á Sóleyjarkvœði þótt vart kveði eins rammt að tilvitnunum hér og í þvf. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.