Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 117

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 117
frekar að því hvað fékk menn til að leggja fé til kirkna, stundum stóran hluta af eigum sínum og ættar sinnar. 3. Hvers vegna gáfu menn fé til kirkna? Þessi spurning er sérlega áleitin þegar eignarmenn eins og fyrmefndur Steini prestur Þorvarðsson í Stafholti létu ekki nægja að búa kirkju sína því sem til þurfti heldur gáfu henni heimaland allt með gögnum og gæðum og stofnuðu á þann veg stað,36 Þannig var því háttað um kirkjur á fleiri stórbýlum eins og í Odda á Rangárvöllum, Reykholti í Borgarfírði, á Grenj- aðarstöðum í Aðaldal og Valþjófsstöðum í Fljótsdal.37 Magnús Stefánsson hefur fundið heimildir fyrir 138 stöðum á landinu öllu fyrir utan aðrar kirkjur sem einnig áttu drjúgar eignir.38 Hvað var Sæmundur fróði að hugsa þegar hann gaf kirkjunni í Odda og heilögum Nikulási, nafndýrlingi hennar, þetta höfuðból sitt og ættar sinnar?39 í Eyrbyggja sögu er greint frá því hvernig bændur voru hvattir til að reisa kirkju á jörð sinni gegn ríkulegri umbun á himnum: Þat er nú næst sagt, at Gizurr hvíti ok Hjalti, mágr hans, kómu út með kristni- boð ok allir menn váru skírðir á Islandi ok kristni var í lög tekin á alþingi, ok flutti Snorri goði mest við Vestfirðinga, at við kristni væri tekit. Ok þegar er þingi var lokit, lét Snorri goði gera kirkju at Helgafelli, en aðra Styrr, mágr hans, undir Hrauni, ok hvatti menn þat mjök til kirkjugerðar, at þat var fyrirheit kennimanna, at maðr skyldi jafnmörgum mönnum eiga heimilt rúm í himnaríki sem standa mætti í kirkju þeiri, er hann léti gera.40 Hvað sem líður sannleiksgildi þessarar frásagnar er ljóst af öðrum heim- ildum að gjöf, sem færð var Guði og helgum manni, fylgdi von um gott hlutskipti annars heims. 36 Þ.e. þar sem kirkja og bæjarmannvirki ásamt heimalandi öllu mynduðu eina sjálfstaeða heildareign (sbr. Magnús Stefánsson: „Um staði og staðamál." Saga. Tímarit Sögufélags 2002 (2), s. 142-146). Orri Vésteinsson telur hins vegar hlutfall kirkjueignar í heimalandi ekki vera skilgreiningaratriði heldur að kirkjan eigi nóg til að standa undir eigin rekstri: „A staðr was a church which owned a large enough part of the estate where it was situated to support a household" (The Christianization oflceland, s. 125 (sjá 9. nmgr.)). 37 Sbr. Magnús Stefánsson: Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og beneficialrettslige for- hold i middelalderen. I. Bergen 2000, s. 253-270, 307-311. 38 Magnús Stefánsson: „Um staði og staðamál", s. 149 (sjá 36. nmgr.). 39 Sbr. Áma saga biskups. Biskupa sögur III. Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út. (íslenzk fomrit XVII. bindi.) Reykjavík 1998, s. 36-37. 40 íslendinga sögur. 3. b. Snæfellinga sögur. Guðni Jónsson bjó til prentunar. [Reykjavík] 1953, s. 136 (49. k.). 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.