Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 87

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 87
muni Kristur birtast sem almáttugur dómari og „dómstól í skýjum setj[a]“ sinn.60 Er hér um kjarna kristinnar „eskatólógíu “ í hefðbundinni, goðsagna- legri (mytólógískri) mynd að ræða sem kemur hvað best fram í Opinberunar- bók Jóhannesar. í ljóðinu er sjónarhornið þó allt tímanlegra og veraldlegra þar sem ekki er gefið í skyn að um endalok þessa heims verði að ræða heldur miklu fremur að sannleikurinn um mennskuna og skyldur mannsins í heiminum muni renna upp fyrir einstaklingnum en það samræmist útlegg- ingum margra nútímaguðfræðinga á „eskatólógíunni". Væri því e.t.v ekki úr vegi að skoða ljóðið sem „Opinberunarbók Jóhannesar úr Kötlum“! En hver er sá Jesús sem er besti bróðirinn en mun jafnframt eitt sinn mæta okkur sem frummynd mennskunnar? I þessu lokaerindi kemur Jesús fyrst og fremst fram sem maður, manneðli hans er í forgrunni, hann er í raun sjálft manneðlið. Hér er holdtekning Guðs í Jesú Kristi því ekki inni í mynd- inni sem kemur heim og saman við það að Jesús er aldrei nefndur Kristur í ljóðinu. Það liggur líka milli hluta hvort sú María sem hann er kenndur við er María guðsmóðir sem Jóhannesi er svo hugleikin í Sjödægru eða bara María kærastan hans Jósefs. Jóhannes úr Kötlum var mikill húmanisti í þeirri merkingu að hann trúði á manninn og möguleika hans til góðs. Þessa trú játaði hann í fjölda lof- söngva sem hann kvað um ýmis mikilmenni sögunnar en þó einnig óþekkta alþýðumenn. Þótti hann stundum fara offari í fyrrnefndu ljóðunum ekki síst þegar goðin féllu af stalli sínum. Þekktasta dæmið í þessu lofsöngvasafni er lofgjörðin um Jósef Stalín.61 Einn slíkan lofsöng er einmitt að finna í Sjödœgru, ljóðið Kveðja til Kína. Jóhannes kvað sér það hins vegar nauð- syn að tengja lofgjörð sína um mennskuna við ákveðna einstaklinga þótt slíkt hefði hættu í för með sér. í fyrri athugun minni á ljóðum Jóhannesar komst ég að þeirri niðurstöðu að í Kristi - í þessu tilviki Jesú Maríusyni - hafí Jóhannes fundið hinn fullkomna persónugerving mennskunnar eða frummynd (erkitypu) mannsins og/eða sjálfsins samkvæmt kenningum djúpsálarfræðingsins C. G. Jungs.62 Hér skal sú túlkun áréttuð. Því má líta á ljóðið Jesús Maríuson sem einn af mörgum lofsöngvum Jóhannesar um mennskuna en það skipar þá sérstöðu í þeim flokki vegna hinna trúarlegu tenginga sinna. Kann þessi túlkun að skýra hvers vegna Jóhannes kaus að tala um það líf sem enginn getur drepið og afturgöngu Jesú fremur en dauða hans og upprisu sem hefði fjarlægt hann mennskunni og staðsett hann á hinu guðlega plani. 60 Passíusálmar 27. 11. 61 Jóhannes úr Kötlum 1974: 52-59 62 Hjalti Hugason 2004: 85-86. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.