Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 102
Musteri og borg
Þegar litið er til hins hebreska og gyðinglega arfs kemur reyndar í ljós að
borgin Jerúsalem er sjaldnast kölluð heilög nema í tengslum við framtíð
hinstu tíma (eschatology).15 í Opinberunarbókinni er borgarinnar Jerúsalem
aðeins getið með nafni þrisvar sinnum (3.12; 21.2,10). í tveimur síðustu til-
vikunum er hún jafnframt sögð „helg“ en í öllum tilvikunum er horft fram
til þeirrar stundar þegar allt skal verða nýtt, nýr himinn og ný jörð. Undir
miðbik Opinberunarbókarinnar er Jerúsalem getið án nafns og til hennar
vitnað sem borgarinnar helgu (11.2). Hér er Jóhannesi gert að horfa úr fram-
tíðinni til baka til kirkju Krists á jörðinni fyrir tíma straumrofsins (the apoc-
alyptic moment), það er tíma endaloka heimsins eins og hann blasir við
augum. Honum er fenginn reyrstafur í hönd til að mæla fyrir guðsmuster-
inu, sem í þessu samhengi er myndlíking hinnar kristnu kirkju, í þeim til-
gangi að kortleggja þá sem standa intra et extra ecclesiam. Þessi hugmynd
um mælistikur musterisins eiga sér rætur í bók Esekíels skpámanns í Gamla
testamentinu (Esk 40-48) og koma víðar fram í kristnum ritum (t.d. Tómas-
arsögu). I spádómsbók Esekíels er horft til framtíðarinnar á rústum muser-
isins, í Opinberunarbókinni til fortíðarinnar úr framtíðinni á tímurn ofsókna,
og í Tómasarsögu er vettvangurinn samtíminn á tíma trúboðs sem er svið-
sett við upphaf hinnar fyrstu kirkju. í Opinberunarbókinni er hinum trúfasta
andspænis ofsóknum og hættum lýst sem sigurvegara. Sá sami er sagður
verða „stólpi“ í musteri Guðs (3.21), þ.e. hinni eilífu kirkju hans. Og undir
lok bókarinnar er myndin af musterinu runnin saman við myndina af hinni
nýju Jerúsalem. Og nú er það engillinn, viðmælandi Jóhannesar, sem heldur
á mælistiku af gulli gjörða (21.15). Borgin hin nýja reynist ferningur (hæðin
söm og lengdin og breiddin). Öll er hún gerð af skíra gulli og borgarmúrar
hennar af eðalsteinum. Guð er musteri hennar og sonur hans (lambið) fyllir
allt ljósi dýrðarinnar (21.15-27).
Hugmyndin sem hér liggur að baki felst í nokkurs konar helgun staðsetn-
ingar (ritual oflocation).'6 Kirkjan í Opinberunarbókinni, sem býr við ofríki
og ofsóknir, verður ekki staðsett með öruggum hætti í rúmi sem leggur hana
í einelti jafnt á pólitískum forsendum og trúarlegum (einkum af hendi Gyð-
inga). En hún deyr ekki heldur býr sér þann stað sem er í senn ósnertanlegur
og fjarska hreyfanlegur í óravíddum himinsins þar sem Guð má ráða fyrir
15 Smith segir að hugmyndin um hina helgu borg (civitas sanctá) sé eldri en hugmyndimar um landið helga.
En sú hugmynd er oftar tengd eftirvæntingum um hinstu örlög hennar (an eschatological context) fremur
en jarðneskum veruleik hennar, ibid., 77, og 77 n. 18.
16 Ibid., 75, “ritual of locatio" í orðum Smith.
100