Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 102

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 102
Musteri og borg Þegar litið er til hins hebreska og gyðinglega arfs kemur reyndar í ljós að borgin Jerúsalem er sjaldnast kölluð heilög nema í tengslum við framtíð hinstu tíma (eschatology).15 í Opinberunarbókinni er borgarinnar Jerúsalem aðeins getið með nafni þrisvar sinnum (3.12; 21.2,10). í tveimur síðustu til- vikunum er hún jafnframt sögð „helg“ en í öllum tilvikunum er horft fram til þeirrar stundar þegar allt skal verða nýtt, nýr himinn og ný jörð. Undir miðbik Opinberunarbókarinnar er Jerúsalem getið án nafns og til hennar vitnað sem borgarinnar helgu (11.2). Hér er Jóhannesi gert að horfa úr fram- tíðinni til baka til kirkju Krists á jörðinni fyrir tíma straumrofsins (the apoc- alyptic moment), það er tíma endaloka heimsins eins og hann blasir við augum. Honum er fenginn reyrstafur í hönd til að mæla fyrir guðsmuster- inu, sem í þessu samhengi er myndlíking hinnar kristnu kirkju, í þeim til- gangi að kortleggja þá sem standa intra et extra ecclesiam. Þessi hugmynd um mælistikur musterisins eiga sér rætur í bók Esekíels skpámanns í Gamla testamentinu (Esk 40-48) og koma víðar fram í kristnum ritum (t.d. Tómas- arsögu). I spádómsbók Esekíels er horft til framtíðarinnar á rústum muser- isins, í Opinberunarbókinni til fortíðarinnar úr framtíðinni á tímurn ofsókna, og í Tómasarsögu er vettvangurinn samtíminn á tíma trúboðs sem er svið- sett við upphaf hinnar fyrstu kirkju. í Opinberunarbókinni er hinum trúfasta andspænis ofsóknum og hættum lýst sem sigurvegara. Sá sami er sagður verða „stólpi“ í musteri Guðs (3.21), þ.e. hinni eilífu kirkju hans. Og undir lok bókarinnar er myndin af musterinu runnin saman við myndina af hinni nýju Jerúsalem. Og nú er það engillinn, viðmælandi Jóhannesar, sem heldur á mælistiku af gulli gjörða (21.15). Borgin hin nýja reynist ferningur (hæðin söm og lengdin og breiddin). Öll er hún gerð af skíra gulli og borgarmúrar hennar af eðalsteinum. Guð er musteri hennar og sonur hans (lambið) fyllir allt ljósi dýrðarinnar (21.15-27). Hugmyndin sem hér liggur að baki felst í nokkurs konar helgun staðsetn- ingar (ritual oflocation).'6 Kirkjan í Opinberunarbókinni, sem býr við ofríki og ofsóknir, verður ekki staðsett með öruggum hætti í rúmi sem leggur hana í einelti jafnt á pólitískum forsendum og trúarlegum (einkum af hendi Gyð- inga). En hún deyr ekki heldur býr sér þann stað sem er í senn ósnertanlegur og fjarska hreyfanlegur í óravíddum himinsins þar sem Guð má ráða fyrir 15 Smith segir að hugmyndin um hina helgu borg (civitas sanctá) sé eldri en hugmyndimar um landið helga. En sú hugmynd er oftar tengd eftirvæntingum um hinstu örlög hennar (an eschatological context) fremur en jarðneskum veruleik hennar, ibid., 77, og 77 n. 18. 16 Ibid., 75, “ritual of locatio" í orðum Smith. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.