Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 17
MULAÞING
15
Einar fluttist til sunnanverðra Austfjarða, en ekki til föður síns í Þistil-
firði.
I vestur-íslenska tímaritinu Oldinni, sem var fylgirit Heimskringlu
1893—1896, birtist ítarlegur þáttur um Árna Grímsson. Höfundur var
Gunnar Gíslason, bóndi og rithöfundur, sem bjó mestalla ævi sína í
Þistilfirði, en fluttist frá Seyðisfirði til Ameríku 1887. Aðalheimildar-
maður Gunnars var Þórunn Pétursdóttir, sem var gift sonarsyni Arna. I
þættinum er gerð ítarleg grein fyrir afkomendum Árna, m. a. iaundótt-
ur, sem hann eignaðist í Axarfirði áður en hann kom í Þistilfjörð. En
hvergi er ýjað að skyldleika hans við þá feðga Einars Árnasonar og Eirík
í Álftavík.
Þáttur Gunnars var endurprentaður í Súlum 1972.
Gunnar Gíslason var aðalheimildarmaður að þætti Sigfúsar Sigfús-
sonar um Árna; þó er þar ýmsu aukið við um afkomendur hans, enda
hefur þáttur Sigfúsar líklega verið fullgerður seinna. Sigfús minnist
hvergi á skyldleika Árna við áðurnefnda feðga. Um Eirík, sem hann
hefur sennilega þekkt, segir hann svo í þættinum af Hermanni í Firði:
,,Hann var Einarsson, Árnasonar“.
Ritstjóri Aldarinnar, þegar þáttur Gunnars birtist, var Jón Ólafsson,
sem var fæddur og uppalinn í fæðingarsveit Eiríks í Áiftavík. Sr. Ólafur
Indriðason faðir hans var samtímamaður Eiríks og sóknarprestur hans í
nokkur ár. Jóni virðist ókunnugt um skyldfeika þessa gamla Fáskrúðs-
firðings við ævintýrapersónuna Árna Grímsson; að öðrum kosti hefði
hann trúlega miðlað þeim fróðleik til Gunnars, þegar hann samdi þátt-
inn fyrir Öldina.
Að þessu athuguðu virðist tilgátan um skyidleika Eiríks við Árna
Grímsson á næsta veikum grunni byggð, og raunar haldlaus.
Skylt er að nefna það, að kaflinn um Einar Jónsson hinn vestfirska í
Æ. Au. ber þess glögg merki, að vera aðeins frumgerð eða uppkast, því
þar er margt rangt, og þó enn fleira vansagt af því, sem þar ætti að vera,
ef um fullgerða ættartölu væri að ræða. Um heimingur kaflans er ber-
sýnilega aðeins punktar, sem sr. Einar hefur hripað hjá sér til minnis og
nánari athugunar síðar, en aldrei gengið endanlega frá.
Hvað gat valdið því, að bæði Jón Sigfússon og sr. Einar töldu svo
líklegt, að þarna væri um skyldleika að ræða? Svarið er sennilega það,
að þeir hafa vitað af fólki, sem var í senn afkomendur Einars Árnasonar
og Árna Grímssonar. Nafnalíkingar gátu einnig villt um, meðan ekki
var leitað staðfestra heimilda, svo sem kirkjubóka, en víst er, að sr.
Einar hefur ekki haft mörg slík gögn að styðjast við þegar hann punkt-