Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 141
múlaþing
139
í góu - í þoku og drífu og fékk þá mikla ófærð á Hofsjökli. Síðan
komumst við aldrei til að fara að heiman fyrir snjóum og fénu sem alltaf
var suður í Kollumúla, þar til á síðasta vetrardegi að Bjarni fór út í Lón
og ég austur með tveimur mönnum úr Alftafirði sem komu til að vitja
um okkur, Árna á Markúsarseli og Sigurði á Múla. Og héldu þeir Álft-
firðingar að við værum dauðir, - komnir í snjóflóð eða eitthvað forfallað-
ir frá því að Árni fór héðan í fyrstu viku góu, að við komum aldrei til
manna. Eg átti erindi austur í Álftafjörð, sem margir vissu um. Og
Bjarni átti líka erindi út í Lón, - og eins komum við með bréf austan af
Seyðisflrði í vetur og úr Fljótsdalnum, sem áttu að ganga þangað en
lágu hér þangað til Bjarni fór og þótti mér það ómyndarlegt en við sáum
aldrei færi á því að fara að heiman og gerðu það mest skepnurnar í
Múlanum. Við bárum þangað hey að heiman þegar fært var veður og
hægt var að rata fyrir drífu og byl. Einu sinni dreif stöðugt af austri og
norðaustri í 15 daga, svo aldrei varð hlé á og var það í síðustu vikunni af
góunni og fyrstu dagana af einmánuðnum. Var þá orðið ófært að bera á
skíðum því snjórinn var orðinn víðast hvar þriggja álna djúpur og langt
yfir það sums staðar. Þá stóð féð í hér um bil viku, sem það hafði ekki
jarðarbragð, nema lítils vægi sem það náði í kvist. Snjórinn var alltaf
blautur suður í Múla og seig þar betur saman og stundum rigndi þar
dálítið en hér í dalnum varð aldrei nema frostlaust og upp á Múla alltaf
frostsnjór, stundum bosað saman en stundum jafndrifinn. Bærinn var
hér alveg kominn í kaf svo ekki sást nema á efstu mænirana á húsun-
um. Við áttum oft bágt með að moka okkur út á morgnana og urðum að
moka snjónum inn í bæinn til að geta komist út og vorum við þá jafnhátt
bæjardyramæninum, þegar út kom. Þetta var skömmu fyrir pálma-
sunnudag að svona var orðinn mikill snjórinn. Þá urðum við að reka
hverja skepnu suður í Múla (nema hestana), sem við höfðum heima, því
þá vorum við orðnir heylausir, nema Htið handa hestunum. Þá var
frostleysisfergingur yfir Múlann og sökk féð htið í snjóinn. En þegar
ofan í Kollumúla kom var sökkvandi ófærð í snjónum, því þar var þá
þíða niðri í og dálítil hagasnöp.
Á pálmasunnudaginn gekk í húðarkrapaveður hér uppi í dal, en niðri
í Múla var hreinaregn og kom þar þá upp allgóð jörð en dreif ofan í aftur
mikinn snjó og varð vont aftur til haga. Á laugardaginn fyrir páska var
himinblíða og á páskadaginn - annan og þriðja sólbráð mikil og komu
þá upp hagar.
Þó er nú furða, hvað snjórinn er farinn að síga hér uppi í dal á síðasta
miðvikudag í vetri, svo nú sér hér á húsveggina efst.