Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 26
24
MULAÞI NG
hefur selt skreið, hákarl og lýsi, sem hann hafði umfram heimilisþarfir.
Oftar en ekki munu vöruskipti hafa farið fram miUi ákveðinna manna,
sem höfðu nokkurnveginn föst, árleg viðskipti. En ekki er ósennilegt,
að sagnirnar um ,,verslun“ Hermanns í Firði, sem var sveitarhöfðingi
Mjófírðinga á þessu tímabili, eigi rætur að rekja til þess, að hann hafi
haft einhverskonar milligöngu um viðskipti sjávarbænda í Mjóafirði og
Héraðsmanna, jafnvel staðið sjálfur í einhverju braski með afurðir
þeirra.
Eiríkur mun hafa verið þokkalega bjargálna alla þá tíð, sem hann bjó
á Eldleysu, en aldrei efnaður frekar en aðrir, sem lifðu af handbjörg
sinni einni saman. Hann virðist hafa verið fríðsamur og óáleitinn og
enginn orðið til að veita honum ágang að fyrra bragði. I kirkjubókum er
hann sagður greiðvikinn, hæglátur og allvel að sér. Allar hans gerðir
markast af skynsamlegri yfirvegun, og orð hans standa.
VI.
Nú skal fleira fólk heimt á vettvang þessarar frásagnar:
Sigríður Eiríksdóttir á Eldleysu hefur verið fædd 1799 eða 1800.
Heimildir skortir um móðurkyn hennar. Ekki er ólíklegt, að fæðing
hennar hafi kostað móður hennar hfið, barnsfararsótt og önnur fæðing-
armein vofðu á þessum tíma yfir rúmi hverrar sængurkonu eins og
sverð hangandi í bláþræði.
Sigríður hefur verið eina barnið á heimili sínu meðan hún var að alast
upp og notið umhyggju og eftirlætis. Vel má ímynda sér, að dálæti og
umönnun Margrétar frá Hamragerði um móðurleysingjann hafi átt þátt
í því, að hún varð eiginkona Eiríks, þrátt fyrir að hún var 25 árum eldri
en hann.
Kjör Sigríðar í uppvextinum hafa því eflaust verið allgóð, mælt á
mælikvarða austfírskra fjarðabúa fyrir tæpum tveim öldum; hún hefur
jafnan átt einhvern hauk vísan í horni til að hlaupa undir bagga, þegar
henni þóttu skyldubyrðarnar of þungar og finna ráð, þegar hana brast
forsjá. En slíkt er ekki einhlítt til þroska, og hugsanlegt er, að eftirlæti
hafi hamlað þjálfun hennar í að meta aðstæður og snúast gegn erfið-
leikum af sama raunsæi og hinn veðurglöggi og harðsækni faðir hennar.
Árið 1816 bjó á Grund í Mjóafirði Björn Skúlason, sonur Skúla Sig-
fússonar frá Brimnesi, sem Skúlaætt er rakin frá. Hjá honum var þá
vinnumaður að nafni Jón Jónsson, sem nefndur var ,,blábuxi“, fæddur
að Eyri í Fáskrúðsfirði um 1795. Raunar ber kirkjubókum illa saman