Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 114
112
MULAÞING
og kom ekki heim fyrr en 19. mars. 15. og 16. mars reri Jón og aflaði frá
Þorgeirsstöðum. 1893, 29. mars reri Jón á Gíslabátnum en Bjarni á
V-bátnum og 16 til hlutar, og 28. apríl s.á.: Bjarni kom heim og búinn
að fá til hlutar 70, - í það heila 100.
Helgi Einarsson segir svo um sjósókn þeirra og fiskmeti það, sem á
borðum var í Víðidal:
,,Fiskætið var lítið. Þó kom fyrir, að Jón reri að vorinu eða seinni part
vetrar suður í Þorgeirsstaðaklifum (Papós). Hvort sá fiskur, er hann
fékk þar, var fluttur norður í Víðidal eða lagður inn á Papósi, þori ég
ekki um að segja. Þessi fiskur var fenginn seinni part vetrar eða
snemma að vorinu, en hestar voru aldrei nema einn eða tveir heima í
Víðidal á vetrum. Þegar þessa er gætt, er næsta ólíklegt að fiskur hafí
verið fluttur að neinu ráði inn í Víðidal. Bæði var vandfengið hestfæri
þangað að vetrinum eða svo snemma vors og auk þess voru útigangs-
hestar ekki líklegir til þess að bera svo þungar klyfjar langa leið. Mig
rekur ekki heldur minni til, að fiskmeti væri oft á borðum þau ár, sem
ég man eftir“. Því virðist mega gera ráð fyrir að fiskur sem þeir veiddu,
hafi fremur verið lagður inn í verslunina á Papósi en að hann væri
fluttur heim í Víðidal.
A BragðavöUum var að flestu leyti önnur aðstaða og fleiri möguleikar
til að afla hfsbjargar. Þorsteinn fór oft á sjó eftir að hann var orðinn
fullorðinn og reri frá Djúpavogi, Melrakkanesi og jafnvel frá Styrmis-
höfn, sem er skammt fyrir sunnan Þvottá og Hnauka, syðstu bæina í
Geithellnahreppi. Dæmi um þetta:
1911, 9. apríl: Steini búinn að fá til hlutar 118 við Styrmishöfn.
-13. apríl: Steini kom heim frá Melrakkanesi - 34 fiska í hlut.
- 14. maí: Steini búinn að fá til hlutar um 220 fiska.
Eftir að Þorsteinn féll frá var ekki um róðra að ræða til fiskjar af
hendi þeirra feðganna á Bragðavöllum. En Fúsi náði nokkrum tökum á
silungsveiðinni og er frá því greint annars staðar.
Heyskapur og fóðuröflun
Þegar gera skal grein fyrir heyöflun þeirra Víðidalsmanna virðist fara
best á því að vitna í upphafi til bréfs sem Sigfús Jónsson skrifaði
ónefndum kunningja sínum á Héraði, eftir að hafa búið í dalnum í eitt
ár. Nánar til tekið er bréfið skrifað á sumarmálum 1884 og birtist í
blaðinu Austra, sem gefið var út á Seyðisfirði 1884, bls. 225-226. í