Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 104
102
MULAÞING
að sunnanverðu. Þegar fór að sverfa að högum á hálendinu, leituðu þau
út á Öxi, Fossárdal, Hamarsdal, Geithellnadal og Víðidal“.
Eftirfarandi dæmi má finna í dagbókunum:
1887, 15. febr.: náði einu hreindýri.
1888, 28. des.: hreindýrahnappur fyrir sunnan Múla - Þverána.
- 29. des.: ég og pápi að reyna við hreindýrin.
1889, 12. jan.: skaut hreindýr á Mýrarhjallanum og vóg kjötið 123
pund.
1889, 23: mars: Ég fann hreindýr, sem lenti í snjóflóðinu í vetur og við
pápi mokuðum upp.
1889, 24. mars: sóttum hreindýrið á Rauðskjóna. [Trúlega hafa þeir
fyrst og fremst hirt hreindýrið til að ná í feldinn af því en mikið þurfti af
skófatnaði í smalamennskur og aðdráttaferðir].
Eins og sjá má af framanskráðu hafðist ekki mikið upp úr hreindýra-
leitum. Auk þess sem hér er skráð fór Jón nokkrum sinnum að gá að
hreindýrum en sá ekki eitt einasta dýr. En gott hefur verið að fá skæða-
skinn og kjöt af þeim fáu dýrum sem náðust. Alls mun hann hafa náð 13
dýrum, meðan þau dvöldu í Víðidal. Of langt var að leita þeirra við
Geldingafell og á Eyjabökkum. Aldrei er minnst á hreindýr í dagbókun-
um, eftir að til Bragðavalla er komið.
Rjúpnaveiði
I Víðidal er rjúpnasælt, þegar hagar eru og á haustin safnast oft mikil
mergð rjúpna kringum Hofsjökul. Dag einn að haustlagi skaut Jón 119
rjúpur í dýjavætunum kringum jökulinn (sögn H.E.). Rjúpurnar voru að
mestu lagðar til heimilis. Meðan þau bjuggu í Víðidal voru þær stundum
seldar í verslunina á Papósi og svo var um flestar af þessum 119 áður-
nefndu. Þær urðu að vera lýtalausar og ekki mátti sjást á þeim blóð, ef
þær áttu að lenda í fyrsta verðflokki. Hér eru nokkur dæmi um rjúpna-
veiðina:
1885, 23. nóv.: ég skaut 33 rjúpur.
1886, 28. febr.: ég búinn að fá 214 rjúpur alls í vetur.
— 13. des.: við pápi í göngu, fundum 9 kindur, - ég skaut 9 rjúpur.
1887, 1. febr.: ég skaut 27 rjúpur. I janúar fékk ég Snjólfi 14 pd. af
rjúpnafiðri.
1887 3. febr.: skaut 11 rjúpur - búinn að fá 162 í vetur.