Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 204
202
MULAÞING
3. Með höíðingslund og hjarta tryggt,
hreina sál og skýra
bröltir á eyrum Benedikt,
sem bikkjum kann að stýra.
4. Fínn var þar á frakkanum
fylltur ofsakæti,
minnstur Þór á makkanum
meina ég þar að sæti.
5. Vanur frægðarferðunum
í faxið greip með lúku,
hokinn sat á herðunum
Halldór minn frá Klúku.
6. Vænu priki veifað gat
veigalundur fríður,
einn á miðju ítur sat
Einar hárasíður.
7. Hampaði staf í hendinni
huga meður glöðum,
ljúfur sat á lendinni
Lindi á Egilsstöðum.
8. Pískólina skarpur skók,
skulfu hnefar krepptir.
Júlíus í taglið tók,
traustur rak á eftir.
SKÝRINGAR
3. Benedikt Jónasson frá Eiðum, síðar
verslunarstjóri á Seyðisfirði.
4. Þórhallur bróðir Bénedikts, síðar bóndi
á Breiðavaði.
5. Halldór Þorkelsson frá Klúku í Ot-
mannasveit, fór síðar til Ameríku.
6. Einar Jónsson, síðar verkstjóri hjá
Vegagerð ríkisins.
7. Erlendur Þorsteinsson, síðar oft kennd-
ur við Gróðrarstöðina á Eiðum.
8. Júlíus Pálsson frá Seyðisfirði, fluttist
seinna til Ameríku.
BRÉF
TIL SÝSLUMANNSINS
í SUÐUR-MÚLASÝSLU
(BréfiS er birt hér stafrétt)
Velbirðugi herra síslumaður.
Eg sendi yður jnnlagt I þettað bríef það
sem eptir stóð af borguninni, firir þínglýs-
ingu bríefanna það er 1 rd 80 sk, og bið
yður forláts á að það fllgdi ekki hinumm
peníngúnu
fremur leifi eg mér þíenustusamleg-
ast kunngíöra yður að þegar Ejnar fóstri
mínn sálaðíst ár 1857, lendti á míer tíl
frammfærslu örvasa kíellíngarskíepna:
Hólmfrjður Jóns dóttir, hún var mér að öllu
óvanda bundin, enn hafði unnid hér sveit
eg gförði árlega kröfu tíl vídkomandi
hreppstjóra umm medlag med tjedu
gamalmenni, enn hann svaraði ónotalega
og kvadst aldrei mundi leggía henni; að
sönnu hefur hann svarað mér nokkud
míldara síðann Amtíd fírir skípadi hon-
umm ad taka ómagann uppa sýnar árar, og
borga mér allan kóstnad vid ólöglegt undir-
hald í kíellíngunni umm þriggía ára týma;
enn samt hefur hann ekkíet borgað mér,
honumm þikir nokkud þúngt á hreppn-
umm, enn ber þó hítt öllu heldur firir ad
sveitarsíódurin fáist ekki.
þar eg higg að yður muní vera þetta
kunnugt, hef eg ekkl fleiri ord, enn óska
eins og vona þér skíeríst svo rækilega í þetta
mál að eg þurfi ekki að hafa meira firir, eda
vænta leíngur forgíefins eptir tíedu med-
lagi frá hreppstíóra er svo leingi hefur
tregðast vid að borga það
þíenustusamlegast
0: Gudmundsson
Fyrdi Dag 4ða Desemb 1865
Velbirdugumm
Benedikt SigurSsson Herra Sýslumanni V: C: B: Olívarius