Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 95
múlaþing
93
alvöru. Á lognkyrrum kvöldum leggur þoku yfir láglendið í Lóninu, þótt
sólin baði innfjöll og afdali. Þá var viðkvæði Bjarna: „Nú er góður
þurrkur heima“.
Jón, Helga, Sigríður og drengirnir íluttu frá Víðidal 18. maí, báru og
drógu flutning sinn yfir Hofsjökul, gistu á Hofi í Álftafirði næstu nótt en
komu að Bragðavöllum kl. eitt aðfaranótt hins 20. maí. Nutu þau að-
stoðar tveggja frískra manna við að bera og draga það sem hægt var að
komast með yfir jökulinn. Það voru Árni Antoníusson í Hnaukum og
Runólfur Þorsteinsson í Kambseli. Jón Árnason, hálfbróðir Sigfúsar,
var þá íluttur frá Kambseb að Múla og kom á móti þeim með hesta
þeirra, er þau fóru frá Hofi út í BragðaveUi. Jón Sigfússon fór með
hestana út í Lón 11. maí og tók farangur Bjarna með sér.
Gömlu hjónin urðu eftir í bili í dalnum sínum og fluttu í BragðaveUi
síðar um sumarið, þegar orðið var hestfært með flutning. Mun Ragn-
hildi hafa verið óljúft að hverfa frá Víðidal. Jón hættir að skrifa í dagbók
sína 25. maí um vorið, svo að hvergi sést hversu margir hestburðir
flutningurinn var þá. Hann skrifar næst í dagbókina í ársbyrjun 1902.
Víðidalsævintýrinu var lokið og Grund faUin í eyði en á löngum stund-
um síðar reikaði hugur þessa fólks jafnan í dalinn friðsæla og harðbýla.
Ævi þeirra leið eftir þetta að mestu á BragðavöUum. Ragnhildur undi
sér lítt úti við sjóinn og hennar vegna fluttu þau Sigfús inn í Veturhús í
Hamarsdal vorið 1899. En þar reyndist mjög einmanalegt og erfitt og
svo voru þau fátæk og aldurhnigin. Vorið 1901 fluttu þau aftur í Bragða-
velli og höfðu þá búið á þremur afdalajörðum. Kom sér jafnan vel að
Sigfús var harðfengur við aUa aðdrætti og þaulvanur ferðalögum. Var
oft fenginn tU að fylgja ferðamönnum. Jón sonur þeirra Uktist föður
sínum að atgervi en mun þó vart hafa verið talinn jafnoki hans og missti
heilsu eftir nokkurra ára búsetu á BragðavöUum.
Vissulega er fagurt í Lónsöræfum en skuggar leynast þar einnig bak
við hvert leiti. Undarleg örlög mega það kaUast að tveir af sonum Jóns
og Helgu, þeir Guðjón og Sigfús, skyldu verða máUausir og heyrnar-
lausir. Jón fór með þá á máUeysingjaskólann á Stóra-Hrauni vorið 1902.
Sigfús yngri kom heim sumarið 1908 en Guðjón virðist ekki hafa komið
að fuUu heim fyrr en 1916. Þó er hann skráður þar tU heimUis í sóknar-
mannatali árin 1910 og 1911. Dvöldu þeir á BragðavöUum eftir það uns
yfir lauk. Sumarið 1909 kom tU þeirra kona, sem hét Margrét Árnadótt-
ir og varð ráðskona hjá þeim uns hún lést árið 1945. Bræðurnir voru
vinnusamir og metnir sem slíkir af fólkinu í sveitinni. Kunnugum, sem
um veginn fóru, fannst eitthvað vanta ef ekki sást tU þeirra við einhver