Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 123
múlaþing
121
síðan á sumardag fyrsta niðri í dal og víðast hvar jörð orðin þíð og
klakalaus.
1892, 1. jan.: Frá því 24. maí í sumar skrifuðum við ekki í dagbók
okkar við Bjarni en sumarið var gott og þurrkasamt til þess um höfuð-
dag, þá fóru að koma óþurrkar og rigningar til veturnótta. Svo stillti til
og var heldur gott til jólaföstu en eftir það fór að ganga í harðindi og
útsynningsblota, svo að hér hefur verið haglítið.
1893, 23. apríl: mikið heiðríkt veður og 20 gr. hiti fram yfir miðdag.
Þá fór að þykkna upp af vestri og ég kom með Ólafi inn á Langamel og
hann orðinn alauður austur að Morsu og þar sá ég tvær mýraspýtur eða
heiðalápur, sem oft sjást ekki fyrr en á sauðburði og maríuerlu sáum við
inni í Löngubrekkum og götutittling líka og mikið farið að auðna inni í
Norðlendingahálsi og austur í Hnútu og alls staðar inn um Hraun. Og
öll náttúran er nú svo fögur og falleg og allt ber vott um góðu tíðina og
mikið farið að gróa í túni og útjörð.
1893, 21. maí: Hvítasunna. Himinblíðuveður og jörð orðin algræn í
kringum bæinn og búið að mylja allt á túninu og lauf farið að vaxa á
víðivið og grávið í kringum bæinn og allt orðið með furðanlegum blóma.
1893, virðist skrifað 10. des.: Eg hef aldrei skrifað í dagbók, síðan á
hvítasunnu, svo nú man ég ekki hvað viðrað hefur nema sumarið var
ljómandi gott til enda. Sláttur byrjaði hér hjá okkur í Víðidal 12 vikur af
sumri og var þolanlega sprottið, - einkum lauf. Þurrkar stöðugir sumar-
ið út og heyið afbragðsgott og við fengum 113 hesta af öllu heyi; þar af
40 af töðu og 18 hesta af flóaheyi, 15 innan af Múla og 3 á milli Þver-
ánna og var 21 vika af þegar við hættum heyskap. Þá fórum við að koma
ofan yfir fjárhústóftina gömlu og skóga og ganga og rákum í kaupstað
síðustu dagana af sumrinu og komum heim á fyrsta sunnudegi í vetri.
Þá fór að snjóa og komu frost, en alltaf litlir snjóar og þurrir og lítill
snjór enn í dag á annan sunnudag í jólaföstu (en 16 gr. frost hefur orðið
hæst). Lömb og fullorðið uppi í dal síðan um veturnætur og við búnir að
kenna þeim át en alltaf beitt þegar veður leyfír og við heimtum allt í
haust nema eina kind veturgamla, sem Kristín átti. Ég búinn að skjóta
31 rjúpu.
1895, virðist skrifað á nýársdegi: Nú er langt síðan ég hef skrifað í
dagbók mína (síðast var skrifað 19. júlí) og ætla ég nú að fara til að
skrifa með nýárinu. Tíðin hefur verið makalaust góð, síðan veturinn
byrjaði; alltaf hagar uppi í Víðidal, það sem af vetrinum er og ákaflega
snjóalítið, nema hálfan mánuð af vetri kom snjór illa gjörður en hann
hlánaði fyrir jólaföstuna. Jólafastan var mæta góð, oftast þíður og blíð-