Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 80
78
MÚLAÞING
Býli í Stafafellsfjöllum
Bæjarhreppur er austasta sveit í Skaftafellssýslum og er í daglegu tali
nefndur Lón um allt land. Frá upphafi byggðar mun Stafafell hafa verið
stærsta og verðmætasta jarðeign sveitarinnar. Eru nú fjórar bújarðir í
heimalandi Stafafells en auk þess voru hjáleigur, sem nú eru löngu
fallnar aftur undir heimajörðina. Auk þess á Stafafell víðlend flæmi inn
til fjalla raunar mikinn hluta þess svæðis, sem nú nefnist Lónsöræfi.
Upp úr 1835 reis þar byggð á fjórum býlum og varaði nokkra áratugi en
var þó að fullu lokið fyrir síðustu aldamót. Þau nefndust Valskógsnes,
Smiðjunes, Eskifell og Grund í Víðidal.
1. Eskifell var við leiðina upp á Kjarrdalsheiði til Víðidals og norður af.
Var hún áður nefnd Norðlingaleið eða Fjallabaksleið eystri. Þar byggðu
árið 1836 hjónin Valgerður Olafsdóttir og Jón Markússon, f. 15. jan.
1809 á Flugustöðum í Álftafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum
ásamt sjö systkinum, sem margt manna er frá komið. Valgerður fædd-
ist 16. sept. 1802 í Húsavík eystra en flutti að Starmýri í Álftafirði með
börnum Hjörleifs sterka Árnasonar og var áður heitbundin Magnúsi
Hjörleifssyni, bróður þeirra, en hann lést skyndilega innan við þrítugs-
aldur. Bróðir Hjörleifs hét Jón og voru þeir synir Árna Gíslasonar í Höfn
í Borgarfirði eystra og nefndir Hafnarbræður. Jón og Valgerður
giftust 24. maí 1831 og voru fyrst á Flugustöðum. Veturinn 1835-1836
var mjög harður og nefndur Blóð- og Skurðarvetur. Um vorið tóku þau
sig upp og fengu leyfi prestsins í Stafafelli til að byggja upp í tungunni
milli Skyndidalsár að vestan og Jökulsár í Lóni að austan. Er þar bæjar-
stæði fagurt og afburðagóðir sauðfjárhagar en lítil heyskaparlönd.
Nefndu þau býlið Eskifell. Þarna bjuggu þau af dugnaði og harðfylgi og
hófust úr sárustu fátækt til að geta keypt jörðina Hlíð í Lóni eftir 13 ár.
Jón reri oft frá Þorgeirsstaðaklifum eða Hvalneskrók seinni hluta vetr-
ar. Fræg eru ummæli hans er hann ætlaði á sjó í Hvalneskrók, varð of
seinn og báturinn róinn, þegar hann kom. Einhver sagði við hann að
slæmt væri að missa af hlutnum. Jón svaraði: ,,Hvað er skaðinn hjá
skömminni.“ Byggð féll niður í Eskifelli árið 1863 en síðustu ábúendur
höfðu fært bæinn í Skyndidalsháls af völdum snjóflóða. Sögn er að býh
hafi verið löngu áður í Eskifelli en lagst af vegna reimleika.
2. Valskógsnes. Hjónin Sveinn Pétursson og Sólveig Bjarnadóttir
byggðu þar upp árið 1850, komu frá Eskifelh og voru aðeins eitt ár í