Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 117
múlaþing
115
1886, 2. febr.: Stefán á Krossalandi kom um daginn.
— 4. febr.: Stefán út af.
— 16. okt.: Elías kom yfir Hraun og villtist í Víðidal en ætlaði að hafa
Geithellnadal og setti austur um kvöldið.
1886, 18. okt.: S. á Hamri eftir lömbunum og Jón í Hamarsseh með
honum.
1887, 30. júlí: Antoníus á Tunguhlíð [kom] um kvöldið með tunn-
urnar.
1888, 12. maí: Sigurður á Markúsarseli [kom] með vefinn.
— 21. nóv.: Snjólfur á Jökuldal hingað.
— 27. nóv.: Snjólfur fór Hraun norður í Fljótsdal og ég fylgdi honum
inn á Marköldu.
1889, 26. jan.: Einar á Smiðjunesi og Sigfús á Reyðará komu - heim
daginn eftir.
1894, 3. júlí: komu vegagjörðarmenn og unnu að vörðuhleðslu og
lagfæringu, voru nokkra daga, síðast í Illakambi.
En tvisvar bar að garði þekkta gesti, sem ekki er getið í dagbókunum.
Sá fyrri var sr. Jón Jónsson prófastur í Bjarnanesi. Fylgdarmenn hans
voru Sigfús Sigfússon frá Langhúsum í Fjótsdal en þá bjó hann á
Skjögrastöðum í Skógum og Baldvin Benediktsson á Þorgerðarstöðum í
Fljótsdal (sjá dagbækur Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstöðum).
Þetta var könnunarferð, sem sr. Jón fór til að leita að hinni gömlu
Norðlingaleið eða Fjallabaksleið eystri, sem vermenn að norðan fóru til
róðra í Lóni, Hornafirði og Suðursveit. Um þessa ferð orti sr. Jón tvö
kvæði. Birtist annað þeirra í Austra, IV. 22. árið 1888 og fylgir það hér á
eftir:
Ferð um Fjallabaksleið eystri, 20. sept. 1886
Dvínar nótt,
fljúga fljótt
fram af djúpi unnar
Dagmær þýð,
birtan blíð
beint úr austri runnar;
árdags brá
austri frá
er og færist sunnar.
Hér eru sveitir
sólaruppkomunnar.
Röðull mær
roðaskær
rís af austurleitum,
vermir mold,
fegrar fold,
færir ljósið sveitum;
gleður lýð
glóey fríð,
geislum dreifír heitum:
krefur þess að
krafta vorra neytum.