Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 163
múlaþing
161
Þegar þeir skildu við Guðgeir og Konráð um klukkan hálftvö héldu
þeir áleiðis heim til sín og ætluðu Vindháls. Þeir fóru því suður fyrir ána
og upp Miðstykki, en svo er svæði nefnt á milli Hrafnagils og Kvígildis-
dals. Fljótt versnaði veðrið með bleytuhríð og hvassviðri, og ófærðin
jókst eftir því sem ofar kom. Héldu þeir þó áfram í þá átt sem þeir töldu
rétta, en dimmviðrið var svo mikið ásamt hvassviðrinu að ekkert sást til
vegar, enda orðið dimmt af nótt. Um kl. 5 komu þeir að stórum steini
eða kletti. Við hann var dálítið skjól, og með því að þeir voru ekki
öruggir um að þeir væru á réttri leið og hvassviðrið svo mikið að þeir
treystust tæplega til að halda áfram, þá töldu þeir ráðlegast að taka sér
hvíld í skjóli við klettinn og bíða ef veðrið kynni að lægja. Settust þeir
þá niður í skjóh við klettinn og létu skefla yfir sig.
Þeir reyndu að halda sér vakandi, en ekki leið þeim vel því þeir voru
orðnir mikið hraktir og voru þó vel klæddir, í loðúlpum og ullarfötum.
Við og við opnuðu þeir snjódyngjuna og litu út, en sama veðrið hélst þar
til kl. 2 um nóttina að þeim fannst lægja eitthvað, sáu þá skýjaskil og
eitthvað fannst þeim lygna. Báru þeir þá saman ráð sín og töldu rétt að
hreyfa sig eitthvað og reyna að fá í sig hita. Ekki treystust þeir til að
halda lengra áleiðis heim, því bæði var á móti veðri að sækja og svo voru
þeir ekki vissir um hvar þeir voru staddir. Niðurstaðan hjá þeim varð
því sú að halda undan veðrinu og hallanum, þá mundu þeir þó koma
niður í HeUisfjörð.
Afram var haldið niður á við án þess þó þeir vissu hvar þeir voru
staddir eða hvar þeir fóru fyrr en þeir komu utarlega í Miðstykkið. Þá
var orðið sæmilega bjart í lofti.
Sáu þeir þá ljós úti á firði og heyrðu í vélbát. Þá tóku þeir upp
vasaljós og létu það lýsa sér og jafnframt gefa bátsverjum vísbendingu
um að þarna væru menn á ferð. Er þá komið að því sem áður var sagt.
— En af okkur er það að segja, að okkur var farið að hiýna þó iangt
væri frá að okkur liði vel, sögðu þeir að lokum.
Meira er ekki að segja af þessari hrakningaferð, gagn var þeim að þeir
voru vel klæddir, vera um níu klukkutíma um kyrrt í fönninni, þá orðnir
hraktir og þreyttir, hcdda sér þar vakandi — og síðan brjótast niðureftir
aftur í veðrinu og ófærðinni. Sem betur fór virtust þeir hressir og
óskemmdir um morguninn í Skuggahlíð, og heim til sín komust þeir um
daginn, á bíl það sem fært var, hitt gangandi.
Það skal tekið fram að símasamband um Neskaupstað og Eskifjörð
var á milli Skuggahlíðar og Breiðuvíkur opið alla nóttina, og var Breiðu-
vík strax látin vita þegar þeir voru komnir fram.
Múlaþing 11