Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 130
128
MULAÞING
þúst niðri á túninu. Þessi þúst smáfærðist nær og loks komst Bjarni
heim á hlaðið, örmagna en ómeiddur og vel á sig kominn eftir ferðina.“
Eitt sinn að sumri til fór Jón með Ragnhildi, móður sinni, upp á
hálendið alla leið inn á Eyjabakka austan Snæfells. Þetta var eina ferð
Ragnhildar úr dalnum þau fjórtán ár, sem þau bjuggu þar. Trúlega
hefur Jón farið þessa ferð til ánægju fyrir móður sína og til að dreifa
huga hennar sumarið 1894. Jón var oft búinn að koma upp á hálendið
áður og ferðast nokkrum sinnum yfir það til inndala Fljótsdalshéraðs.
Þau voru sólarhring í ferðinni og nóttin björt og fögur. Ætíð síðar dáðu
þau mjög hversu fagurt hefði verið að litast um þarna. Allt var kafið í
grasi, stórar breiður hreindýra reikuðu þar um og þau sáu endur, gæsir,
álftir og margar fleiri tegundir fugla, sem bar fyrir augu. Ragnhildur var
ákaflega ánægð yfir ferðinni, og varð hún henni mikill gleðigjafi í lífinu
þau tuttugu og þrjú ár, sem hún átti ólifuð.
Nautgripirnir
Ekki fá nautgripirnir mikið rúm í dagbókum Jóns Sigfússonar og virðist
mega lesa milli línanna að þeir hafi þótt hálfgerðar óþarfaskepnur.
Hefur það viljað við brenna hjá þeim sem stunduðu beitarbúskap með
sauðfé og áttu það jafnvel til að setja á ,,guð og gaddinn.“ Helgi Einars-
son segir á einum stað að fullorðna fólkinu hafi ekki þótt mikið til
kúamjólkur koma og kallað hana jafnvel glætu. Hann dvaldi hjá þeim
sex seinustu árin sem þau bjuggu í Víðidal og segir þá að þau hafi aldrei
haft nema eina kú en á tveimur stöðum í dagbókunum frá árunum áður
minnist Jón þó á að kýrnar hafi verið látnar út, svo að þá ættu þær að
hafa verið a.m.k. tvær. Nú er vitað að fæst árin höfðu þau heyfeng tii að
fóðra tvær kýr auk sauðfjárins en af eftirfarandi tilvitnunum má ráða
nokkuð um nautgripahald hjá þeim:
1887, 8. sept.: við frá Stafafelli með kúna heim.
- 10. sept.: slöktuðum kussa og kjötið 236 pund.
1888, 28. sept.: kussi drepinn - kjötið vóg 200 pund.
1893, 18. apríl: nautgripirnir látnir út og gefið með kvölds og morg-
uns.
1894, 29. maí: ég að reka nautin inn í Tröllakróka. [Bjarni skrifar
það].
— 15. júlí: Sigfús með nautin inn í Tröllakróka innri.
1895, 14. júní: við að sækja kálfinn suður í Kollumúlatanga.