Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 108
106
MULAÞING
kolur voru notaðar í eldhúsi og búri og e.t.v. eingöngu til ljósa fyrstu
árin. Eldspýtur voru notaðar seinustu árin í Víðidal, venjulegar eldspýt-
ur og stormspýtur sem hægt var að kveikja á með því að draga þær við
snörp föt, en þær þóttu varasamar. Eftir að ljós var kveikt tók fólkið til
vinnu og um leið til sögubóka, rímna eða ljóða. Seinni árin var spilað
vissan tíma á hverju kvöldi. Og Ragnhildur vildi helst ekki annað spila
en alkort. Af fleiri spilum má nefna: kött, brúðarsæng, keisara-treikort,
langhund, framhjátöku og þjófaspil, svo og Svarta-Pétur. Helgidaga-
húslestrar voru um hverja helgi ársins. Lesið var úr Vídalínspostillu en
eftir að helgidagaprédikanir Péturs biskups komu út var lesið sitt árið í
hvorri. Sálmar voru alltaf sungnir bæði fyrir og eftir lestur og þá byrjaði
Ragnhildur alltaf sönginn, en Sigfús hafði einnig mjög mikla og fagra
söngrödd.
Helstu sögubækur voru Noregskonungasögur, riddarasögur, sögur
Torfhildar Hólm, Norðurlandasögur, Islendingasögur, rímnaflokkar og
þjóðsögur Jóns Árnasonar en sumar af þessum bókum voru þó fengnar
að láni. Allar sögur voru lesnar upphátt. Sigfús og Ragnhildur áttu
Guðbrandarbiblíu og var hún geymd í læstri kistu hjá sparifötum gömlu
hjónanna en tekin upp á stórhátíðum. Helga átti aðra biblíu með ágætu
prenti og las oft í henni. Grallarinn var uppáhaldsbók Ragnhildar og
hún tók til hans um flestar helgar fram til klukkan þrjú en eftir það
greip hún í prjóna.
Til söngs voru Hugvekjusálmar frá veturnóttum til jóla, fæðingar-
sálmar frá jólum til sjö vikna föstu, Passíusálmar á föstunni, og Upp-
risusálmar frá páskum til hvítasunnu. Þeir voru þó ekki sungnir allir
því lestrum var oftast hætt um sumarmál.
Allur fatnaður var gerður af ull, nema svuntur og milliskyrtur, sem
voru úr tvisti. Nærföt prjónuð en utanyfir-föt úr vaðmédi með svörtum
sauðarlit. Prjónafötin voru svellþæfð og undrahlý, þótt þau vöknuðu.
Ullinni var alveg breytt í fat heima, nema hvað aldrei var til vefstóll í
Víðidal. Fóru þeir því með band fram í Lón eða Alftafjörð og fengu ofíð
þar. Ullin var þvegin, tætt, kembd, lyppuð, spunnin og bandið tvinnað
heima og síðan prjónað úr bandinu. Var þetta að mestu leyti vinna
kvenfólksins. Hlutur karlmannanna í tóvinnu var helst sá að grípa í að
kemba, tvinna og þæfa. Lesendur kynnu því að ætla að þáttur karla í
heimilisiðjunni hafi verið heldur lítill. En Jón vann á vetrum mikið að
smíðaföndri fyrir heimilið og í öðrum þætti þessarar ritsmíðar er sér-
staklega fjallað um bókband hans. Klyfbera smíðuðu þeir sjálfir, reið-
færin voru stönguð og stoppuð heima, gjarðir brugðnar og reipi fléttuð