Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 61
múlaþing
59
Af greininni verður lesið, að ritnefnd hefur stýrt blaði þessu en ekki
vitum við nú hverjir í henni hafa starfað, auk Bjarna Þorsteinssonar.
Auðvitað má nefna ýmis líkleg nöfn, en ekki skal farið út á sbk getumál
hér.
Ekki verður með neinni vissu séð, hvenær blaðið hefur hafið göngu
sína, en af líkum má ráða, að það hafi verið fyrir 1890. Um útgáfufyrir-
komulag blaðsins er tvennt ljóst af greininni, sem birt er hér að framan:
I fyrsta lagi hafa árgangar þess ekki verið miðaðir við almanaksár úr
því, að 3. tölublað 3. árs er dagsett 31. mars, heldur að öllum líkum við
utgáfudag 1. tölublaðs 1. árgangs, því vart hefur blaðið komið út mán-
aðarlega.
I öðru lagi verður lesið í greininni, að nokkurt hlé hefur orðið á
útkomu blaðsins áður en þriðji árgangur hóf göngu sína, samanber það
sem segir í upphafi greinarinnar.
Bjarni Þorsteinsson var fæddur 16. desember 1868 og sé ég ekkert
mæla því gegn að þessi bráðþroska hugsjónamaður hafí verið tekinn að
sinna þessu hugðarefni innan við tvítugt. Oðrum getum skal ekki leitt
að upphafi þessarar útgáfu.
Sama óvissan verður uppi á teningnum, er við reynum að gera okkur
í hugarlund, hvenær UNGLINGUR hætti að koma út. Er þetta e.t.v.
síðasta hefti blaðsins? Var þetta hefti aldrei látið í umferð um sveitina?
Eintak það, sem hjá mér liggur, er undarlega óvelkt, hafí það farið með
bæjum. Eða lét Bjarni Þorsteinsson sig hafa það, að rita hvert tölublað
upp í fleiri en einu eintaki, e.t.v. mörgum? Vel er honum trúandi til
þess. Ekki sakar að spyrja, þótt lítil von sé um greið svör.
Mér þykir líklegt, að útgáfa UNGLINGS hafi lagst niður með brottför
Bjarna frá Borgarfirði, en hann sigldi til náms í Kaupmannahöfn haust-
ið 1892 og dvaldi þar óslitið næstu fimm ár, eða til vors 1897.
Því er löngum svo varið um greinahöfunda, að þeim er nokkuð í mun,
að ekki verði rekið ofan í þá, það sem þeir hafa sagt. Hins vegar er mér
svo farið, a.m.k. að þessu sinni, að ég vildi óska að ærið margt af því
sem ég hef fullyrt hér að framan, eða látið liggja að, væri tóm vitleysa og
hugarórar einir.
Að fáu væri mér meiri þökk þessa stundina, en að hægt væri að sanna
fyrir mér og öðrum, að meiri vitneskja sé til um UNGLING, sveitarblað
Borgfirðinga, en ég hef þorað að vona.