Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 147
múlaþing
145
vikur voru af sumri og lá í rúmar 6 vikur. Úr því fór ég að skána ofurlítið
en var alltaf mjög máttfarinn og aumur þar til ágúst byrjaði. Þá fór ég til
Reykjavíkur og lá þar eða var við spítalann þar til um veturnætur að ég
kom heim. Það átti að skera mig upp en læknirinn áleit að ég þyldi ekki
uppskurð fyrir blóðleysi. Eg kom heim með Gullfossi og þá voru dreng-
irnir mínir að slátra á Djúpavogi. Komu um kvöldið sama dag og ég kom
í land, — ég held á miðvikudag. Ég kom heim á laugardag og Fúsi og
Margrét og þá minnir mig vera vika til vetrar. Fúsi fór útaf aftur sama
dag með hestana að sækja slengi, sem eftir var, því Steini sál. var í
vtnnu hjá Jóhanni sál. á Geithellum. Þá voru fjarska miklar rigningar og
aldrei hægt að ganga í um það bil 3 vikur og oft hroða mikil veður og
vatnavextir með mesta móti (hafa líklega verið 2 vikur) og hjálpaði
mönnum vel að brúin var komin á Hamarsána, því hún var alltaf ófær.
Með nóvember þornaði til og kólnaði með hægri landátt og htlum frost-
um, sem héldust fram á jólaföstu.
A þriðjudagsnótt 2. nóvember sálaðist Þorsteinn sonur minn - á
allrasálnamessunótt, úr heiftugri lungnabólgu á 10. degi, sem hann var
búinn að þjást; sá væni og mikh maður. Þar missti ég og heimili mitt
uiína mestu stoð og hjálp. Hann var einkar vel af Guði gefínn til munns
og handar og mér finnst að ég muni aldrei geta séð glaðan dag síðan. En
Guð gaf og Guð tók. Mér þýðir ekki að kvíða.1 Ég fel mig og mína, sem
eftir lifa, forsjón Guðs og vona á hans hjálp og aðstoð á meðan ég tóri.“
Þetta virðist vera skrifað í árslok 1915.
1916-1920
Arin 1916 og 1917 urðu þeim erfið á ýma lund enda voru það fyrstu árin
eftir að Þorsteinn lést, en hann var þá að verða aðalforsjá heimilisins. 7.
nóv. 1916 skrifar Jón: „Þriðja haustgangan nú búin en heimtur ekki
sem bestar ennþá. Fé reyndist með besta móti til slátrunar - 50 aura
var pundið af bestu sort, 45-40 lægst, 40 aura mörpund og 40 aura
gærupundið. Þetta er hæsta kjötverð, sem hér hefur verið og matvara
aftur afar dýr — 48 kr. rúgmjölstunnan af ódýrasta mat. Yerð á öhu
hroða hátt, sem orsakast af stríðinu, sem yfir stendur í útlöndunum." 7.
apríl 1917 gekk í ofsa norðanveður og var fé þeirra úti, náðist ekki inn
og hraktist og lamdist í veðrinu. 9. apríl: „Olafur á Hamri og Gísli að
hjálpa upp á Fúsa en gátu lítið að gert — fundu féð slegið og bhnt og
hro.ðalega útleikið.“ 10. apríl voru þeir að tína féð saman ahan daginn.
Alls fór til dauðs 10 fjár í óveðrinu. En vorið varð gott og 11. maí slepptu
1 Leturbreyting mín. S.K.
Múlaþing 10