Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 57
múlaþing
55
ur. Kona Þórðar var Jónína Sesselja Hjörleifsdóttir frá Nefbjarnarstöð-
um og bjuggu þau víða í Borgarfirði. Þórður eignaðist dóttur með Ragn-
hildi systur Jónínu, Þórínu, sem giftist Birni Jónssyni frá Seyðisfirði,
kaupmanni og söðlasmið á Borgarfírði.
María Þórðardóttir, f. 30. júní 1860, d. 8. des. 1936. Hún giftist 1887
Jakob Símonarsyni frá Hólakoti á Höfðaströnd. Bjuggu þau á Brekku
við Hofsós, uns þau skildu 1897. Fór María þá austur með Vilhelm son
þeirra, f. 21. febr. 1889, d. 1. jan. 1941. Vilhelm var tvíkvæntur og
eignaðist sitt barn með hvorri konu. Þau fluttust bæði til Ameríku.
María fluttist til Reykjavíkur og mun mest hafa unnið fyrir sér þar
með saumaskap.
Þórður Þórðarson yngri, f. 7. febr. 1863, d. 26. sept. 1928. Fluttist
um tvítugsaldur á Jökuldal. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Þóra Margrét Þórðardóttir, Einarssonar frá Vallanesi og Þórdísar
Eiríksdóttur. Þau voru gefin saman 28. sept. 1$89 (sjá Örlagabrúðkaup-
ið eftir Benedikt Gíslason, Múlaþing 1968), bjuggu síðan eitt ár á Mel í
heiðinni, þá tvö ár í Hofteigi í tvíbýli við sr. Einar Þórðarson, bróður
Þóru, en fluttust að Arnórsstöðum 1893. Þar dó Þóra 20. maí 1897. Þau
eignuðust fjögur börn; tvö þeirra dóu ung. Upp komst Þorfinnur, f. 25.
ag. 1890, bjó fyrst á Skeggjastöðum, síðan á Seyðisfirði og síðast í
Reykjavík, og Þórdís, f. 21. nóv. 1895, húsfreyja á Urriðavatni, dó 1924.
Þórður kvæntist aftur Stefaníu Jónsdóttur, Guðlaugssonar bónda á
Sörlastöðum í Fnjóskadal, Pálssonar og Bjargar Halldórsdóttur konu
hans, en seinni kona Jóns og móðir Stefaníu var Steinunn Símonardótt-
ir. Stefanía var f. 28. apríl 1876 í Fögrukinn í Jökuldalsheiði. Hún dó 27.
ág. 1960.
Þórður og Stefanía eignuðust þrettán börn, misstu fjögur á barns-
iiidri. Upp komust: Þóra og Skúli, tvíburar, f. 21. júní 1900. Þóra bjó
lengi á Seyðisfirði, síðar í Reykjavík. Skúli, sagnfræðingur, var kennari
í Reykjavík. Vilhjálmur, bóndi á Giljum, f. 8. sept. 1901, Sigsteinn,
verkamaður í Reykjavík, f. 30. sept. 1902. Þórður, bóndi á Gauksstöð-
um, f. 26. ágúst 1903, Þorvaldína, f. 2. mars 1905, Jónas, f. 30. sept.
1907, bóndi á Smáragrund, síðar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal, Álf-
heiður, f. 21. nóv. 1911, Flosi, f. 7. febr. 1917.
Af sérstökum ástæðum er heimildaskrá við þessa grein prentuð á öftustu síðu í heftinu,
bls. 203.