Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 32
30
MULAÞING
vinnumanni, og gekkst hann við faðerninu. Drengurinn var skírður
daginn eftir og nefndur Þórður.
Allt sem vitað er um Jón Eyjólfsson og Gróu bendir til þess, að þau
hafi verið rösk til starfa og vel verki farin. Eiríkur bóndi hefur því séð
sér hag að því að hafa þau áfram í vistinni, þótt tvö börn fylgdu þeim.
Hinsvegar virðast þau sjálf ekki hafa borið geð til langra samvista, því
1822 fluttist Jón aftur út að Dölum og kvæntist 17. nóvember um haust-
ið Guðrúnu Jónsdóttur vinnukonu þar, ættaðri úr Breiðdal. Hófu þau
búhokur þar ytra og koma ekki meira við þessa frásögn.
Gróa og bæði börn hennar voru áfram á Eldleysu, og virðist hún hafa
verið vel þokkuð bæði þar og annars staðar. Liðu þannig nokkur miss-
eri. En 7. október 1824 ól hún annan son heima á Eldleysu og kenndi
hann Eiríki bónda, sem viðurkenndi faðernið. Var drengurinn skírður
Finnur. Olst hann síðan upp með föður sínum og varð hraustleika-
maður.
Ekki er að sjá, að þetta hafi raskað heimilisháttum á Eldleysu að
neinu marki. Margrét húsfreyja, sem nú var komin um sjötugt og gat
aldurs vegna verið móðir bónda síns, virðist ekki hafa aðhafst neitt í þá
veru að losna við elju sína af heimilinu. Séra Salómon, sem ekki var
vanur að fara fram með neinu offorsi, skráði þessa barneign í kirkju-
bókina sem fyrsta hórdómsbrot Eiríks og þriðja frillulífsbrot Gróu, en
lagði málið síðan í salt um sinn. Sveitarhöfðingjarnir Hermann í Firði og
Halldór hreppstjóri, launsonur hans í Innra-Firði, hafa trúlega aðeins
brosað skilningsríku og góðlátlegu brosi að ástafari Eldleysubóndans,
vitandi sem var, að honum yrði ekki skotaskuld úr að koma einum
lausaleikskróa til manns án kostnaðar fyrir hreppinn.
VIII.
Nú víkur málinu aftur til Jóns Jónssonar og Sigríðar frá Eldleysu. Svo
virðist sem Sigríður hafi verið á faraldsfæti milli Norðfjarðar og Mjóa-
fjarðar næstu misseri. Færslur í kirkjubókum um dvalarstaði hennar
eru oft ósamhljóða. Þó má telja nokkurnveginn víst, að þau Jón hafi
byrjað búskap á Hólum í Norðfirði 1821 og haft Magnús son sinn hjá
sér. Ekki munu sveitarforkólfarnir hafa fagnað heimilisstofnun þessara
nýju þegna hreppsins, enda létu afleiðingarnar af samvistum þeirra
ekki lengi á sér standa. Þann 24. mars 1822 fæddist þeim dóttir þar á
Hólum. ,,Fædd 24. mars Sigríður, frillubarn Jóns Jónssonar og Sigríðar
Eiríksdóttur frá Eldleysu“, skráir séra Benedikt Þorsteinsson í kirkju-