Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 126

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 126
124 MULAÞING vötnin. Og ekki virðist þá Jón og Bjarna hafa skort hugprýði, því eftir þetta fóru þeir stundum yfir árnar á strengjunum einum. Kræktu þeir fótum yfir vírana, létu þá liggja undir hnésbótum og héldu sér svo með höndunum. Þannig fikruðu þeir sig yfir árnar hangandi neðan á vírun- um. Einkum mun Bjarni hafa leikið þetta, en þó ekki nema í nauðsyn. Meðan á þessu stóð varð kláfurinn að vera bundinn við stólpann öðru hvoru megin og þannig var hann ætíð skilinn eftir, svo hann rynni ekki út á miðja ána þar sem slakinn á vírnum var lægstur. Þar gat áin náð til hans í mestu vatnavöxtum. Drátturinn á Víðidalsá var á hyl neðan við fossinn Beljanda, sem er skammt neðan við túnið á Grund en drátturinn á Jökulsá var við Illakamb. Sumarið 1894 var unnið að vegagjörð og vörðuhleðslu. 4. júlí komu vegagjörðarmenn í Víðidal. 5. júlí segir Jón: — við að hlaða vörður norður hjá Sandvatni. 6. júlí: - við að hlaða vörður út á heiði. 7. júlí: - við í Illakambi, fórum útaf um nóttina. Hér er svo útdráttur úr ferðasögu, er Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri skráði eftir Jóni, þegar hann var orðinn aldraður. Hann fór í kaupstað skömmu fyrir jól. Þá var vörulaust á Papósi, svo að leiðin lá út á Djúpavog. Hann fór yfir varpið, fram Geithellnadal, lauk erindum á Djúpavogi, hélt inn að Markúsarseli og gisti þar. Um kvöldið snjóaði. Jón svaf illa um nóttina og kveið því, ef hann kæmist ekki heim daginn eftir. Að morgni var skafrenningur og snjókoma. Bóndinn í Selinu, Guðmundur Einarsson, vildi ekki að Jón færi en honum héldu engin bönd og lagði af stað í birtingu með 70 punda þungan bagga. Guðmundur bar baggann upp á Efri-Tungu og létti það alla ferðina fyrir Jóni, sem stytti sér leið yfir Hofsjökul. Þar var illviðri af norðaustri og í brekkum beggja vegna voru botnlausir skaflar mjög víða. Varð Jón að skríða yfir þá með baggann. Ekki var hann þó hrædd- ur um að villast en feginn varð hann, þegar hallaði undan fæti Víðidals- megin. Þá gekk ferðin betur þótt færð væri sú sama. Nú kvaldist hann af þorsta, en fann ekki sárlega til þreytu, fann svellbólstur og náði þar í vatn. Síðan var mikil ófærð niður í dalinn en heim kom hann kl. 11 um kvöldið. Fólkið undraðist að hann skyldi koma þá yfir öræfin. Eftir þessa ferð fór Jón að finna til gigtar. Heimanfarir I dagbókum Jóns Sigfússonar er sagt frá mörgum ferðum þeirra feðg- anna og Snjólfs og Bjarna vinnumanna þeirra til Lóns og Alftafjarðar. Að sjálfsögðu voru ferðir til aðdrátta og til að selja vörur, sem þeir gátu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.