Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 126
124
MULAÞING
vötnin. Og ekki virðist þá Jón og Bjarna hafa skort hugprýði, því eftir
þetta fóru þeir stundum yfir árnar á strengjunum einum. Kræktu þeir
fótum yfir vírana, létu þá liggja undir hnésbótum og héldu sér svo með
höndunum. Þannig fikruðu þeir sig yfir árnar hangandi neðan á vírun-
um. Einkum mun Bjarni hafa leikið þetta, en þó ekki nema í nauðsyn.
Meðan á þessu stóð varð kláfurinn að vera bundinn við stólpann öðru
hvoru megin og þannig var hann ætíð skilinn eftir, svo hann rynni ekki
út á miðja ána þar sem slakinn á vírnum var lægstur. Þar gat áin náð til
hans í mestu vatnavöxtum. Drátturinn á Víðidalsá var á hyl neðan við
fossinn Beljanda, sem er skammt neðan við túnið á Grund en drátturinn
á Jökulsá var við Illakamb.
Sumarið 1894 var unnið að vegagjörð og vörðuhleðslu. 4. júlí komu
vegagjörðarmenn í Víðidal. 5. júlí segir Jón: — við að hlaða vörður
norður hjá Sandvatni. 6. júlí: - við að hlaða vörður út á heiði. 7. júlí: -
við í Illakambi, fórum útaf um nóttina.
Hér er svo útdráttur úr ferðasögu, er Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á
Akureyri skráði eftir Jóni, þegar hann var orðinn aldraður.
Hann fór í kaupstað skömmu fyrir jól. Þá var vörulaust á Papósi, svo
að leiðin lá út á Djúpavog. Hann fór yfir varpið, fram Geithellnadal,
lauk erindum á Djúpavogi, hélt inn að Markúsarseli og gisti þar. Um
kvöldið snjóaði. Jón svaf illa um nóttina og kveið því, ef hann kæmist
ekki heim daginn eftir. Að morgni var skafrenningur og snjókoma.
Bóndinn í Selinu, Guðmundur Einarsson, vildi ekki að Jón færi en
honum héldu engin bönd og lagði af stað í birtingu með 70 punda
þungan bagga. Guðmundur bar baggann upp á Efri-Tungu og létti það
alla ferðina fyrir Jóni, sem stytti sér leið yfir Hofsjökul. Þar var illviðri
af norðaustri og í brekkum beggja vegna voru botnlausir skaflar mjög
víða. Varð Jón að skríða yfir þá með baggann. Ekki var hann þó hrædd-
ur um að villast en feginn varð hann, þegar hallaði undan fæti Víðidals-
megin. Þá gekk ferðin betur þótt færð væri sú sama. Nú kvaldist hann
af þorsta, en fann ekki sárlega til þreytu, fann svellbólstur og náði þar í
vatn. Síðan var mikil ófærð niður í dalinn en heim kom hann kl. 11 um
kvöldið. Fólkið undraðist að hann skyldi koma þá yfir öræfin. Eftir
þessa ferð fór Jón að finna til gigtar.
Heimanfarir
I dagbókum Jóns Sigfússonar er sagt frá mörgum ferðum þeirra feðg-
anna og Snjólfs og Bjarna vinnumanna þeirra til Lóns og Alftafjarðar.
Að sjálfsögðu voru ferðir til aðdrátta og til að selja vörur, sem þeir gátu