Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 125
múlaþing
123
mikinn tíma og fyrirhöfn, en geta má þess að þá þurfti 18-19 sinnum að
fara yfir Jökulsána á ísunum, því hún fellur svo víða upp að hömrum í
gljúfrunum.
Jafnlendasta og krókaminnsta leiðin frá Víðidal til annarra byggða er
sú, að fara norður í Sturluflöt í Fljótsdal en þangað eru u.þ.b. 38 km og
víða heldur ógreiðfært sakir grjóts. A.m.k. verður ekki skeiðriðið þar
þótt fært sé með hesta. Jón mun hafa farið alloft til Héraðs, einkum á
síðustu árunum í Víðidal. Þeir feðgar áttu frændur á Héraði og Sigfús
Sigfússon frá Langhúsum var aldavinur þeirra feðga og bjó þá á
Skjögrastöðum í Skógum.
Kaupstaðarferð tók venjulega 4 daga og oft fór vikan í þær, ef veður-
lag var óhagstætt. I Djúpavogsferðum var gist í Kambseli eða Markús-
arseli. I Papósferðunum var gist í Þórisdal en oft þó á ýmsum öðrum
bæjum, eftir því hvar erindi þurfti að reka. Verða nú tínd til nokkur
dæmi um aðdráttaferðirnar:
1888, 6. júlí: Við suður á Papós með ullina og fórum Hofsjökul og út
Alftafjörð og suður í Lón. [Þá hefur Jökulsá verið ófær].
1888, 7. júlí: við á Papós.
— 8. júlí: við að Tungu um nóttina, fjölgaði heima á sunnudagskvöld-
ið.
— 9. júlí: við heim.
— 24. og 25. júlí: Þá vorum við út á Papós og nú erum við búnir að ná
öllum matnum.
1887, 10 des.: þá fór ég austur.
— 19. des.: þá fór ég heim og fékk byl á Hofsjökli og tepptist í
Markúsarseli frá því á miðvikudaginn.
1893, 10. maí: fóru þeir allir út í Lón og sóttu korn á bakinu.
1895, 5. febr.: ég út í Lón með hnyklana og óð út úr öllu Jökulsár-
gljúfri.
1895, 10. maí: fór Jón suður í Nes að fá sér hval og korn. [Bjarni skrif-
aði].
Aðstaða til ferðalaga og flutninga batnaði mikið, eftir að dráttarkláfar
voru settir á árnar. Arið 1892 gengu þeir frá kláfnum á Jökulsá og settu
strengina á hann 7. júlí. En 12. maí árið eftir skrifar Jón: Ég var að gera
við kláfínn á Jökulsá og viku seinna var hann ,,að saga júffertu í dráttar-
kláf á Jökulsá.“ Árið 1894 settu þeir kláf á Víðidalsá og 14. apríl setti
Bjarni strengina á hann. Eftir þetta drógu þeir vörur í kláfunum yfir
árnar og losuðu því bæði hestana og sjálfa sig við þann burð yfir straum-