Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 38
36
MULAÞING
bónda, hvör dómur - en þau hönum ei hlýðnast vildu - nú aptur var
ítrekaður“.
Jón Jónsson fluttist 1826 frá Nesi í Norðfírði að Eldleysu, og voru þau
Sigríður gefín saman 16. nóvember um haustið.
Eldleysa er eins og áður segir lítil jörð og varla til skipta handa tveim
ábúendum.
Engar heimildir eru til um reynsluna af tvíbýlinu þar á fyrsta búskap-
arári Jóns og Sigríðar, en víst má telja, að þrengt hafí að báðum ábú-
endunum. Ef til vill hefur ekki náðst samkomulag um skiptingu ábúðar-
réttarins á kotinu. í Þjóðskjalasafni eru tvö samrit, dagsett 16. okt.
1826, af leigusamningi Mortens Tvede sýslumanns við Eirík Einarsson
um leigu á Eldleysu frá fardögum 1826 til jafnlengdar 1827. Eiríkur
hefur ekki undirskrifað þennan samning og enginn fyrir hans hönd.
Vera má, að undirskrift hafi farist fyrir af einhverjum illviðráðanlegum
ástæðum, en þetta gæti líka táknað, að staðið hafi í einhverskonar þófi
milli samningsaðilanna og ekki orðið af samkomulagi. En hvað sem rétt
er í því efni, þá fluttist Eiríkur og skylduhð hans vorið 1827 að
Dvergasteini í Seyðisfirði, en Jón tengdasonur hans fékk ábúð á Eld-
leysu.
Með því að standa upp af jörðinni tryggði Eiríkur Jóni og Sigríði
jarðnæði og viðunandi athafnasvigrúm um sinn. Fyrir ung hjón með
barnahóp voru örugg jarðarafnot frumskilyrði fyrir farsælh afkomu.
Eiríkur hefur bersýnilega verið reiðubúinn til að færa ahmiklar fórnir
fyrir einkadóttur sína og barnabörn. Sjálfur hefur hann talið sér nægar
leiðir færar til lífsbjargar, þó kominn væri hátt á fimmtugsaldurinn.
Fróðlegt væri að vita, hvað á góma bar, þegar samdist um jarðarafnot
Eiríki til handa hjá séra Salómon á Dvergasteini. Vafalítið er, að klerk-
ur hefur gert það að skilyrði fyrir samningunum, að Eiríkur léti Gróu frá
sér fara. Séra Salómon var ekki eftirgangssamur í embættissökum, en
samt hefði verið til of mikils mælst að hann þyldi opinbera hórdóms-
sambúð heima á prestsetrinu. Vera má Uka, að Eiríkur hafi verið farinn
að þreytast á þrasi og málastappi út af einkahfi sínu. Niðurstaðan var
sú, að Eiríkur og Gróa skildu um sinn.