Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 45
múlaþing
43
HLíðin inn (suðvestur) af Ytri-Alftavík. Sést í enda fluganna milli Alftvíknanna. Fram
undan klettunum stendur Fjallshnaus og Borgarnes milli Loðmundarfjarðar og Seyðis-
fjarðar, en í baksýn fjöll sunnan Seyðisfjarðar. Austdalur opinn. Klettaborgin handan
hans mun vera Snjófell (1028 m) og inn afdalnum Hesteyrarskarð og Brekkugjá með háum
og bröttum leiðum til Mjóafjarðar.
Tíundaskrár frá búskaparárum Eiríks í Álftavík er ekki að finna í
hreppsbókinni, sem þetta er tekið upp úr.
Beinar lýsingar á daglegum háttum og lífskjörum Álftvíkinga eru ekki
til. Líklega hafa þau verið svipuð og á öðrum austfirskum fjarðabýlum.
Til gamans skal hér bætt við glefsum úr bréfum, sem norskir síldveiði-
menn skrifuðu heim frá Austfjörðum árið 1880, eða næstum tveim ára-
tugum eftir að Eiríkur í Álftavík dó. En breytingar gengu hægar yfir þá
en nú gerist. Þessar lýsingar gætu því að flestu leyti átt við um kjör
austfirskra fjarðabúa almennt á síðustu öld.
Skipstjóri á síldarskútu frá Stafangri segir svo í bréfi, sem hann
skrifar á Mjóafirði 1880:
,,Mér virðist Island ákaflega hrjóstrugt, því hér er varla annað að sjá
en kletta og grjót. Fólkið býr í moldarholum. Þeir mannabústaðir, sem
ég hef komið inn í, eru helst sambærilegir við rottuholur, bara stærri“.
Annar Stafangursbúi skrifar frá Seyðisfirði eftir sjö vikna dvöl þar:
,,Þrír kaupmenn versla í firðinum. Einn er frá Kaupmannahöfn, hinir
eru íslendingar. Hér býr prestur og sýslumaður; annað fólk hér eru