Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 58
SIGURÐUR ÓSKAR PÁLSSON
Unglingur, sveitarblað Borgfirðinga
Fyrir nokkrum árum tók ég saman lítinn þátt um Bjarna Þorsteinsson
frá Höfn, og birtist hann í 8. hefti Múlaþings. Þar lét ég þess getið, að
ég heíði undir höndum eitt tölublað UNGLINGS, sveitarblaðs Borgfirð-
inga, en að öðru leyti er lítt um sveitarblað þetta fjallað í nefndum
þætti.
Nú hvarflar að mér, að e.t.v. þyki einhverjum fróðlegt að frétta ögn
frekar af þessu sveitarblaði og vil ég því segja á því ljósari deili en ég
hef áður gert. Hinu er þó ekki að leyna, að ég er engu fróðari nú um
blað þetta en ég var, er ég gat um það í þættinum um Bjarna.
Þetta eina tölublað UNGLINGS, sem varðveitt er, svo ég viti, er 3.
tölublað 3. árgangs, dagsett 31. mars 1892. Að sjálfsögðu er það allt
handskrifað.
Ekki þarf lengi að bera saman þetta eintak af UNGLINGI og bréf
Bjarna Þorsteinssonar til að sjá, að allt er það ritað með hendi hans. Af
þessu dreg ég þá ályktun, að hann hafi verið driffjöðrin í útgáfustarf-
semi þessari, og er mikill skaði, að ekki skuli vitað meira um hana en
nú er kostur. Þetta eintak, sem til er, var varðveitt í Höfn og komst það
þaðan í mínar hendur. Vona ég, að mér auðnist að koma því ósködduðu
þangað aftur eða þá á þann stað, er sæma þykir að varðveita það. Þess
má geta, að Landsbókasafn Íslands hefur þegar fengið ljósrit af eintaki
þessu.
Meginefni tölublaðs þess, sem hér um ræðir, eru tvær ritgerðir. Hin
fyrri er nafnlaus, en hin síðari nefnist Um rjettritun, og þótt ekkert nafn
standi undir henni þykist ég þess fullviss, að hún sé eftir Bjarna Þor-
steinsson.
Nafnlausa ritgerðin er undirrituð Ungur Borgfirðingur og með því, að
hún gefur nokkra hugmynd um efni blaðsins og umræður, svo og við-
horf Borgfirðinga til þess, þykir mér rétt að birta hana hér í heilu lagi og
til gamans er hún skráð hér stafrétt.