Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 106
104
MULAÞING
mikilvægara. Þeir höfðu aldrei annað en haglabyssur, svo erfítt heíur
verið að komast að sundfuglum.
A Bragðavöllum veiddi Jón nokkuð af rjúpum fyrstu árin en síðan
stundaði Þorsteinn aðallega veiðarnar. Virðast þær hafa gefið nokkuð í
aðra hönd og nú var auðvelt að selja veiðina í verslun miðað við það sem
var í Víðidal. Eftir að Þorsteinn lést lagðist rjúpnaveiðin að miklu leyti
niður hjá þeim. Þó reyndu þeir Jón og Fúsi að fara saman á rjúpnaveið-
ar og fengu stundum nokkrar. 30. október 1917 skrifar Jón í dagbók
sína: ,,búinn að selja Pétri á Rannveigarstöðum gömlu byssuna mína
fyrir 10 krónur, búinn að eiga hana í 32 ár og mikið búinn að skjóta með
henni“. Á árunum 1919 og 1920 virðist heilsa Jóns hafa farið nokkuð
batnandi og vorið 1919 fór hann t.d. í grenjaleit. Veturinn eftir veiddi
hann um 170 rjúpur. En silungurinn sat jafnan í fyrirrúmi hjá Fúsa, sem
virðist hafa verið natinn við þann veiðiskap sbr. 15. september 1918:
,,Fengum yfír 30 silunga í ánni“. 9. október 1919 stendur: ,,Fúsi þreif-
aði 15 silunga í Höskuldarræsinu í Snædalsánni“.
Fjallagrös og krœða
Fjallagrös voru oft tínd og notuð í te, grasamjólk, í brauð og til sölu.
Helgi Einarsson segir að þau hafí verið látin í skiptum fyrir söl sunnan
úr Nesjum. Eldra fólkinu þótti sölin sældarmatur en Helgi svalt heldur
en að éta þau og laumaði sínum skammti í holu undir hellu í neðstu
tröppunni í baðstofustiganum. Til grasatínslu var helst farið í logni og
sallaregni eða þokuúða, og ætíð með hesta undir reiðingi. Auk heima-
notkunar voru grös látin fram í Lón, suður í Nes og hagaganga hestanna
mun að einhverju leyti hafa verið greidd með grösum. Kræða var notuð í
pottbrauð og til skepnufóðurs. Árið 1937 segir Jón í bréfí til Helga
Einarssonar: „Lömbin fengu kræðu og blöndu. Þau átu mikið af henni.
Kræðan er ágætt fóður, bæði handa sauðfénaði og nautgripum“. Og hér
koma nokkrar tilvitnanir í dagbækurnar:
1886, 17. apríl: ég að tína mér grös úti í dal og mamma og Helga líka.
[Þarna minntist Jón í fyrsta skipti á Helgu, er síðar varð kona hans].
— 12. ágúst: við pápi að tína kræðu inni á heiði.
1887, 11. júní: mamma í grasaleit inni á heiði.
— 12. júní: ég í mosaleit um kveldið en mamma og Auðbjörg til
grasa inni á heiði um leið.
1887, 5. ágúst: við öll til grasa nema pápi, fórum fjögur inn í Norð-