Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 112
110
MÚLAÞING
Ú ttekið: Innlagt:
350 pund rúgur kr. 27,00 151 pund hvít uil, 75 aura pundið
1/4 sekkur rúgmjöl kr. 4,50 43 pund mislit ull, 50 aura pundið
50 pund baunir kr. 6.50 sauðir fyrir 80 krónur.
50 pund bankabygg kr. 6.50 727 pund kjöt á 25 aura pundið
20 pund hrísgrjón kr. 3,20 315 pund mör á 32 aura pundið
70 pund kaffí, 65 aura pundið 12 skinn á 3 krónur skinnið
59 pund melís, 42 aura pundið 2 skinn á 2 krónur skinnið.
7 pund export, 50 aura pundið
2 pund hveiti, 98 aura pundið
4 pund rúsínur, 50 aura pundið
2 pund kringlur, 38 aura pundið
Útskriftir kr. 238,00
Peningar kr. 40,00
Hér mun sérstaklega vekja eftirtekt hversu lítið er keypt af sykri.
Minna er keypt af honum en kaffi. Rúgur og bygg voru möluð heima,
svo að meira er notað af mjöli en beint sést á úttektinni. Eftir að
drengirnir komust á legg, var meira keypt af sykri og kornvöru og þá
voru flest árin um 10 manns í heimili. Sykur var alltaf skammtaður,
einn moli með kaffibollanum og varð sá moli að nægja, þótt drukknir
væru fleiri en einn bolli. Helgi Einarsson segir að þeir drengirnir hafi oft
fengið aukamola, þegar þeir gerðu eitthvað vel, svo sem að koma heim
með þungan eldsneytisbagga. Brauð og slátur var mikið notað með
kjötinu eða öðrum þeim mat, sem var skammtaður, því garðávextir
voru engir. Hafa því kornkaup og sykurneysla áreiðanlega verið miklu
meiri síðustu árin í Víðidal.
Eldiviðaröflun
Að sjálfsögðu var nýttur samskonar eldiviður á Grund í Víðidal og
annars staðar, þó með þeim takmörkunum og/eða möguleikum sem
staðhættir buðu upp á. Verður gleggst að tilgreina þegar í stað dæmi úr
dagbókunum:
1885, 21. des.: mikið skógað af mömmu og H[elgu].
1886, 4. júní: ég og Snjólfur að sækja við ofan í Leiðartungur.
1887, 12. júní: ég í mosaleit um kveldið.
— 20. júní: við Bjarni að skóga úti í kinn.
— 22. júní: við Bjarni að kurla úti í kinn
- 23. júní: Við Bjarni að brenna (gera til kola).
- 15. júlí: við Bjarni að sækja kolin út í kinn.