Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 30
28
MULAÞING
af þessu máli. Það minnsta, sem hann gat gert, var þó að koma í veg
fyrir, að Jón hneykslaði vel kristið fólk öðru sinni með því að geta börn
án þess að hafa áður hlotið konfirmeringu kristins siðar. Og seinna um
sumarið gekk Jón inn kirkjugólfið í Firði til fermingar hjá séra Salómon,
tuttugu og tveggja ára gamall, „tæplega stautandi á bók, ei ónæmur,
kann sæmilega fræðin“, segir klerkur í embættisbókinni.
Jón var heimilismaður á Steinsnesi hjá Hermanni og Sólrúnu, þegar
hann var fermdur, og hefur því væntanlega flust þangað á krossmessu
um vorið. Ekki hafa þau Svanhildur þó verið samvistum þar, því hún
réðst sama vor vinnukona að Ketilsstöðum á Völlum. Er líklegt, að
prestur og sveitaryfirvöld hafi átt hér hlut að máli — í krafti laga um
aðskilnað lauslætisfólks.
Svanhildur virðist hafa verið eitt ár á Ketilsstöðum, síðan í Mýnesi
eitt ár og þriðja árið á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. En vorið 1820 kom hún
aftur að Steinsnesi til Hermanns og Sólrúnar systur sinnar og þaðan
fluttist hún með þeim að Grænanesi í Norðfírði vorið 1821. Hinn kokk-
álaði eiginmaður hennar, Jón Eyjólfsson, fór vorið 1817 að Dölum til
Björns Skúlasonar og gerðist þar vinnumaður í stað eljara síns og nafna,
sem fór eins og áður segir að Steinsnesi. Virðist Jón hafa verið á Grund
næstu tvö ár, en 1819 fluttist hann að Stuðlum í Reyðarfirði með Arn-
birni Guðmundssyni, áður umgetnum tengdasyni Sveins á Krossi, og
var þar vinnumaður til vors 1820. I kirkjubók segir, að Svanhildur hafi
slitið sambúð við hann, áður en hún átti barnið með Jóni blábuxa, og
lögskilnaður þeirra hefur líklega farið fram 1818.
Jón Jónsson var ekki nema árið á Steinsnesi. Vorið 1818 réðst hann í
vinnumennsku til Eiríks og Margrétar á Eldleysu, og líklega hefur Jó-
hannes sonur hans og Svanhildar fylgt honum þangað, því hann er
talinn þar sveitarbarn við manntal 1818. Annað heimilisfólk þar, auk
hjónanna og Sigríðar, voru barnlaus hjón í vinnumennsku. Þar hefur
því verið sex manns fullvinnandi. Bendir það til þess, að sjórinn hafí
verið stundaður af kappi og sjósókn verið sterkasta stoðin undir afkomu
heimilisins.
Um heimilislífið á Eldleysu næstu misseri er það eitt vitað með vissu,
að á útmánuðum 1820 var Sigríður heimasæta farin að gildna undir
belti. Ekki fór á milli mála, af hvers völdum þungi hennar var, og 4. júlí
ól hún son, sem Jón gekkst við faðerni að. Var drengurinn skírður
Magnús, ef til vill í höfuðið á Magnúsi bróður Eiríks bónda.
Kirkjubók Fjarðarsóknar segir, að Magnús hafi verið þriðja lausa-
leiksbarn Jóns Jónssonar. Þáttarhöfundi hefur ekki tekist að finna