Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 30

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 30
28 MULAÞING af þessu máli. Það minnsta, sem hann gat gert, var þó að koma í veg fyrir, að Jón hneykslaði vel kristið fólk öðru sinni með því að geta börn án þess að hafa áður hlotið konfirmeringu kristins siðar. Og seinna um sumarið gekk Jón inn kirkjugólfið í Firði til fermingar hjá séra Salómon, tuttugu og tveggja ára gamall, „tæplega stautandi á bók, ei ónæmur, kann sæmilega fræðin“, segir klerkur í embættisbókinni. Jón var heimilismaður á Steinsnesi hjá Hermanni og Sólrúnu, þegar hann var fermdur, og hefur því væntanlega flust þangað á krossmessu um vorið. Ekki hafa þau Svanhildur þó verið samvistum þar, því hún réðst sama vor vinnukona að Ketilsstöðum á Völlum. Er líklegt, að prestur og sveitaryfirvöld hafi átt hér hlut að máli — í krafti laga um aðskilnað lauslætisfólks. Svanhildur virðist hafa verið eitt ár á Ketilsstöðum, síðan í Mýnesi eitt ár og þriðja árið á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. En vorið 1820 kom hún aftur að Steinsnesi til Hermanns og Sólrúnar systur sinnar og þaðan fluttist hún með þeim að Grænanesi í Norðfírði vorið 1821. Hinn kokk- álaði eiginmaður hennar, Jón Eyjólfsson, fór vorið 1817 að Dölum til Björns Skúlasonar og gerðist þar vinnumaður í stað eljara síns og nafna, sem fór eins og áður segir að Steinsnesi. Virðist Jón hafa verið á Grund næstu tvö ár, en 1819 fluttist hann að Stuðlum í Reyðarfirði með Arn- birni Guðmundssyni, áður umgetnum tengdasyni Sveins á Krossi, og var þar vinnumaður til vors 1820. I kirkjubók segir, að Svanhildur hafi slitið sambúð við hann, áður en hún átti barnið með Jóni blábuxa, og lögskilnaður þeirra hefur líklega farið fram 1818. Jón Jónsson var ekki nema árið á Steinsnesi. Vorið 1818 réðst hann í vinnumennsku til Eiríks og Margrétar á Eldleysu, og líklega hefur Jó- hannes sonur hans og Svanhildar fylgt honum þangað, því hann er talinn þar sveitarbarn við manntal 1818. Annað heimilisfólk þar, auk hjónanna og Sigríðar, voru barnlaus hjón í vinnumennsku. Þar hefur því verið sex manns fullvinnandi. Bendir það til þess, að sjórinn hafí verið stundaður af kappi og sjósókn verið sterkasta stoðin undir afkomu heimilisins. Um heimilislífið á Eldleysu næstu misseri er það eitt vitað með vissu, að á útmánuðum 1820 var Sigríður heimasæta farin að gildna undir belti. Ekki fór á milli mála, af hvers völdum þungi hennar var, og 4. júlí ól hún son, sem Jón gekkst við faðerni að. Var drengurinn skírður Magnús, ef til vill í höfuðið á Magnúsi bróður Eiríks bónda. Kirkjubók Fjarðarsóknar segir, að Magnús hafi verið þriðja lausa- leiksbarn Jóns Jónssonar. Þáttarhöfundi hefur ekki tekist að finna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.