Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 54
52
MÚLAÞING
Þóra Guðný, f. 5. okt. 1910. Hún giftist Jóni Kr. Guðjónssyni frá
Eskifirði. Bjuggu þau á Hólmum 1941-1967. Þau eignuðust tólf börn;
tíu komust upp: Ragnhildur, Guðjón Einar, Kristinn Illugi, Jón Snædal,
Gísli, Guðni Þór, Kristín Selma, Auðbergur, Þorvaldur og Helga Osk.
Níu þeirra hafa gifst og eignast börn.
Einar Benedikt, f. 25. júní 1912. Ókvæntur, en eignaðist eina dóttur,
Helgu, sem er gift og á afkomendur.
Óskar Sigurjón, f. 6. maí 1917, kvæntur Sigurbjörgu Halldóru
Guðnadóttur á Eskifirði. Upp komust sex af sjö börnum þeirra, Alfreð,
Guðni Marinó, Jón Ragnar, Margrét, Halla Ósk og Ríkharð. Flest eða
öll gift og eiga börn.
Helga María, f. 26. nóv. 1922, giftist Óskari Þórormssyni frá Fá-
skrúðsfirði: Börn þeirra: Ragnhildur Jónína, Þórormur, Stefanía, Páll,
María Ósk og Vilborg Halldóra, öO gift og hafa eignast börn:
Fjórði og jafnvel fimmti ættliður frá Jóni Snædal og Ragnhildi eru nú
komnir á skrár yfir borgara íslenska ríkisins. Verður ekki annað sagt,
en að talsverð ummerki sjáist eftir ævibarning HaUdóru Jónsdóttur,
sem athvarfslaus stúlka ,,á umflacke“, eins og segir í kirkjubókinni,
fæddist inn í hausthraglandann árið 1815; ólst upp á hrakhólum og varði
ævideginum í að koma óskilgetnum syni sínum til manns, ein og óstudd
að því er séð verður.
Jón Snædal hélt sambandi við föður sinn og bróður fram á fyrri
stríðsárin. HaUdór var þá enn á lífi, en orðinn blindur. Eftir það rofnuðu
tengslin. Þáttarhöfundur hefur ekki rekist á nöfn þeirra feðga né VU-
borgar í vesturíslenskum ritum, sem hann hefur flett.
Árið 1848, þegar HaUdóra Jónsdóttir hvarf á brott úr Klyppsstaðar-
sókn með HaUdór son sinn, réðst ný vinnukona tU vistar í Álftavík. Hún
hét María Guttormsdóttir, bónda á Ámastöðum og víðar, Skúlasonar
þess, sem Skúlaætt er rakin frá, og Sigþrúðar Ólafsdóttur ríka í Húsa-
vík, Hallgrímssonar. María var fædd á Árnastöðum 2. janúar 1819. Hún
var fríð kona og þekkileg, en skapstór nokkuð og bráðlynd, ef marka
má umsagnir í kirkjubókum. „Bráðlynd og stórgeðja“, ,,geðstór“,
„óstiUt mjög“, eru þær umsagnir um hana, sem sr. Jóni á Klyppsstað
hafa verið einna tamastar. Kunnáttu hennar telur prestur yfirleitt
sæmilega eða í meðaUagi, og hegðun góða eða ekki átöluverða.
Þórður í Álftavík og María voru gefin saman 28. jan. 1849. Sama ár
réðust þau vinnuhjú að Klyppsstað til sr. Jóns Jónssonar, voru síðan eitt
ár á Dvergasteini í tvíbýli við prestinn og tvö næstu ár í Vestdal, þar
sem Þórður var vinnumaður, en María skráð húskona. En 1854 fluttust