Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 74
72
MULAÞING
gengu að opnum glugganum og tilkynntu þar nafn þess er þeir kusu.
Sýslumaður var formaður kjörstjórnar.
Þriðja atriðið um notkun hússins á umræddu tímabili kemur fram í
bréfi til mín frá Albert J. Finnbogasyni (dags. 6. apr. 1981). Hann segir:
,,Það mun hafa verið 1906 eða 1907, sem boðað var til kvikmynda-
sýningar í verslunarhúsi Jóns Magnússonar. Þótti það að vonum mikil
tíðindi. Við bræðurnir fengum að fara á þessa sýningu í fylgd með
pabba. — Um aðra starfsemi í þessu húsi veit ég ekki - það stóð alltaf
autt frá því að ég man fyrst eftir mér.“
Albert er fæddur á Bakkagerðiseyri árið 1900 og átti þar heima í
foreldrahúsum um skeið eftir aldamótin. Faðir hans var Jón Finnboga-
son verslunarstjóri eftir Friðrik Wathne og ljósmyndasmiður og 1905-
1910 kaupmaður á Bakka, en flutti þá til Winnepeg með fjölskyldu sína.
Albert kom aftur að vestan og á nú heima á Hallkelshólum í Grímsnesi.
I sögu Kaupfélags Héraðsbúa eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi (útg.
1959) segir frá kaupum félagsins á húsi Jóns Magnússonar. Þau gerðust
árið 1912 og kaupverð 3300 krónur. Við það vænkaðist mjög aðstaða
félagsins á Reyðarfirði, því að stór lóð fylgdi með góðu athafnarými
niðri á Búðareyrinni og möguleika á bryggjugerð.
Kaupfélagið hóf verslun ár 1909 á Bakkagerðiseyri í vörugeymsluhúsi
sem Kristinn Magnússon kaupmaður eignaðist síðar, en hafði 1912-
1938 verslunina og aðalbækistöð í Tærgesenshúsinu. Þá (1938) var nú-
verandi verslunarhús byggt og eldra húsinu breytt upp úr því í gistihús.
I fasteignamatsgerð undirfasteignamatsnefndar Suður-Múlasýslu,
sem gerð var á árunum fyrir 1920, er húsið kallað Kaupfélagshús og lýst
þannig:
„Eigandi Kaupfélag Héraðsbúa. íbúðar- og verslunarhús 25x9x3,45
— 41 m. [Síðasta talan á sjálfsagt að vera 4,1 og mun tilgreina hæð af
grunni í mæni, en sú næstsíðasta vegghæð.] Timburhús með járn-
vörðu súðþaki. I því er sölubúð og nokkur herbergi til íbúðar, ásamt
eldhúsi, vörurúmi, sláturstofu [?] o.fl. Við það eru 2 skúrar.“
Skúrunum er síðan lýst, getið lóðarstærðar, sem nú er orðin 3200
m2 (32 arar í matsgerðinni), og hafskipabryggju í smíðum. Hún er
orðin 151 m á lengd en á að verða 165 m.
Stærðartölurnar virðast ekki nákvæmar, lengd og breidd í heilum
tölum, en þær koma dável heim við álnatölurnar frá 1882, 40 álnir =
25,20 m, 15 álnir = 9,45 m og vegghæð 53U álnir = 3,62 m.