Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 73
múlaþing
71
,,Eg held það hafi verið þetta vor, 1903, sem Axel Tulinius sýslu-
maður bauð sig fram í Suður-Múlasýslu. Þá bjó Steindór Hinriksson á
Dalhúsum. Hann var mikill áhugamaður um landsmál og lét sig ekki
vanta á kjörfundinn á Búðareyri.
Hans kjörorð við.alþingiskosningar var: bændur á þing. Þess vegna
lét hann óspart í ljós andúð sína á framboði sýslumannsins.
Kosningin fór að þessu sinni fram í verslunarhúsi sem var fremst á
eyrinni þar sem nú er gistihús Kaupfélags Héraðsbúa. Steindór hafði
eitthvað vætt góma og gerðist þá hávær og ákveðinn í orðum. Hann stóð
löngum við gluggann eftir að kosningin hófst og leiðbeindi mönnum um
að kjósa ekki sýslumanninn - heldur bóndann, en Guttormur Vigfússon
í Geitagerði var þar í framboði í mótparti sýslumanns.
Þar kom að sýslumanni sárnaði þetta og þótti hávaði Steindórs lítt
þolandi, svo hann segir: ,,Það er óþolandi að þessi maður standi þama
aUtaf og rífí sig, það verður að setja hann í poka og fjarlægja, svo menn
fái unnið hér í friði og ró.“
Steindór hverfur þá brott, en kemur brátt aftur og er þá kominn á
hest sinn. Hann segir: ,,Þið heyrðuð það elskulegu vinir mínir hvað
yfírvaldið sagði, að sá gamli mætti ekki standa hér og tala, en hann
bannaði ekki að eg mætti sitja hér á minni dróg.“ Síðan hélt Dóri áfram
uppteknum hætti um leiðbeiningar við kosninguna, og er ekki getið að
sýslumaður reyndi að aftra því. Hann sá nú líka að Steindór var við öUu
búinn og mundi ekki lengi verða að láta hestinn forða sér ef ætti að ýfast
við hann eða taka fastan.
Það var fljótgert að telja atkvæðin þegar aUir höfðu kosið sem mættir
voru. Þegar því var lokið kom í ljós að sýslumaður náði ekki kosningu
°g munaði þó mjóu, mig minnir aðeins einu atkvæði.
Þá gekk Steindór til sýslumanns, klappaði á herðar honum og sagði:
,,Hver var það elsku vinur sem var settur í poka á þessum degi, satt að
segja?“ (Það var orðtak hans).
I þennan tíma var engin brú komin á Búðará. Sýslumaður hafði
bækistöð sína fyrir utan ána, enda voru þá sárafá hús komin fyrir innan
hana. Planki var lagður yfír ána þegar hún var lítil og svo var nú.
Þegar úrslitin voru komin fór sýslumaður strax úteftir og vUdi ganga
plankann. Eitthvað hefur hann verið óstyrkur og reikuU eftir ósigurinn,
því þó hann væri þjálfaður íþróttamaður, þá féU hann út af plankanum í
ana og rennblotnaði. Menn sáu þessar ófarir og þar á meðal Steindór.
Þá hrópaði Dóri: ,,Þar féU hann aftur.“ “
Svo er að skilja að kosið hafi verið í gegnum glugga, þannig að menn