Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 82
80
MULAÞING
milli um að hylma yfír með systkinunum. Samkvæmt sögunni eiga þessi
systkini að hafa verið hið vandaðasta fólk og rækt vel sinn kristindóm,
þrátt fyrir þetta eina óhapp sitt. Gildi sögunnar felst ekki heldur í því að
sýna neinn ákveðinn stað, þar sem nauðleytamenn geti leitað verndar
fyrir köldum armi lagabókstafsins.
En nú verðum við að leggja lykkju á leið okkar að Aðalbóh í Hrafn-
kelsdal árið 1813. Þá býr þar Eiríkur Sigurðsson harðfengur bóndi og
nefndur í sögnum vegna viðskipta hans og Fríska-Jóns Andréssonar
nágranna hans á Vaðbrekku við útilegumenn. Kona Eiríks hét Anna
Guðmundsdóttir og var frá Aðalbóli því faðir hennar Guðmundur Þor-
varðarson bjó þar. Móðir Onnu var frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Þau
Eiríkur áttu eina dóttur, sem hét Guðrún og tók síðar við búi á Aðalbóli
ásamt manni sínum Jóni Péturssyni frá Hákonarstöðum. En vorið 1813
ræðst að Aðalbóli vinnumaður, sem hét Stefán Ólafsson og var frá
Húsavík eystra og ýmist nefndur hinn stóri eða sterki. Arið 1815 lést
Eiríkur bóndi af völdum byltu af hestbaki og varð þá Stefán ,,ráðgjafi“
á búinu samkvæmt manntalsbók Valþjófsstaðarkirkju. En Islenskar
þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon greina frá því að fljótlega hafí
orðið kærleikar með Önnu og Stefáni og víst er að svo varð eftir dauða
Eiríks. Stefán var tvö ár ráðsmaður á Aðalbóli. Þá kemur þangað áður-
nefndur ættingi Önnu, Jón Pétursson frá Hákonarstöðum og tekur við
ráðsmennskunni af Stefáni, sem fór frá Aðalbóh næsta vor til föður síns
í Húsavík. Valþjófsstaðarprestur, sr. Vigfús Ormsson, hefur trúlega
haft afskipti af sambúð Önnu og Stefáns, því shkt taldist hneykslanlegt
á þeim tíma. En í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er frá því sagt að
Stefán hafí krafíst þess að fá að sjá eignarheimild Valþjófsstaðarkirkju
fyrir dalnum, þegar prestur krafði hann um landsskuld. Prestar töldu
kirkjuna eiga jarðir í Hrafnkelsdal eins og aðliggjandi afréttir, sem allar
tilheyrðu henni.
Næsta vor yfirgefur Anna einnig æskudalinn, skilur við aha sína
staðfestu og fer til Húsavíkur til Stefáns. Þau giftast 10. júlí um sumar-
ið (líklega 1821). Ekki mun Ólafí Hahgrímssyni, föður Stefáns, hafa
litist á að þau settust þar að og næsta vor fengu þau tU ábúðar jörðina
Litlu-Breiðuvík, sem oftast er nefnd Litlavík. Þar er fagurt land og
gróðursælt (sjá Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 2.bindi). Nokkuð er þar
afskekkt. Þó mátti ætla að þeim Stefáni gæti farnast þar sæmhega en
þá komu þverbrestir í fari Stefáns í veg fyrir það. Er nú rétt að víkja að
uppruna Stefáns og persónugerð eins og hún kemur fram í heimUdum.
Ólafur HaUgrímsson, faðir hans, bjó á Nesi í Loðmundarfirði, þegar