Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 100
98
MULAÞING
kom í Hvannavelli. Um haustið bar svo við kvöld eitt, eftir að ljós voru
kveikt og kyrrð komin á í baðstofu, að þrusk nokkurt virtist koma frá
kistunni, helst úr handraða hennar. Eitt sinn kvað mikið að þessu eftir
háttatíma, stökk Jón þá fram úr rúminu, kveikti og opnaði kistuna.
Lokið yfir handraðanum var þá óhreyft svo og skotfæri, sem í honum
voru geymd. Hélt þessu áfram á sama hátt en mest þó fyrir gestakom-
ur. Eftir að þau fluttu í Víðidahnn vorið 1883, bar enn á þessu en fór þó
þverrandi. Þetta þrusk heyrðist enn skömmu fyrir 1930 en þá var Jón
búinn að vera rúm 30 ár á Bragðavöllum í Hamarsfirði. Hann minntist
aldrei á þetta í dagbókunum (sjá Grímu hina nýju 1. hefti bls. 147-148).
Annað haustið þeirra í Víðidal þurftu þeir feðgar að fara með fé út á
Papós til slátrunar. Urðu þeir að fara báðir með féð og hestana en
Ragnhildur treysti sér vel til að vera ein heima, þótt tæpar tvær dagleið-
ir væru út á Papós. Þeir töfðust vegna vondra veðra og komu heim á
sjöunda degi. Var þá bærinn lokaður og lét Ragnhildur ekki sjá sig.
Gáðu þeir inn um stafnglugga á baðstofu og sáu hana sitja á rúmi sínu,
hún hreyfðist ekki en leit hálftryllingslega til þeirra. Rufu þeir nú þekju
yfir bæjardyrum og smugu þar inn. Var hlaðið grjóti fyrir bæjardyr að
innanverðu upp fyrir miðja hurð. Ragnhildur átti erfitt með að tala fyrst
í stað en varð þó sárfegin komu þeirra. Hafði hún ekki mjólkað kúna í
tvo daga, en byrgt hana inni. Ragnhildur hresstist en sagði sjálf síðar að
þessir dagar mundu sér aldrei úr minni líða og að hún hefði aldrei náð
sér að fullu. Hún hefði heyrt hark og brak í viðum húsanna en var treg
til að segja hvað hún hefði séð (Gríma hin nýja 3.hefti, bls. 28).
Byggingar
Það sannaðist á Víðidal, eins og víðar þar, sem horfið er til frumstæðra
lifnaðarhátta að efnið í byggingarnar var tekið beint upp úr jörðinni á
þeim stað, þar sem búið var, eða þá að byggingarefnið var numið í
næsta nágrenni við búsetusvæðið. Veggir allra húsa voru byggðir úr
torfi og grjóti, íbúðarhús með timburgrind og torfþaki og fjárhús með
garða eftir miðju. Líklega hafa öll gripahús verið með mæniás í miðju
þaki. Fjárhúsin voru tvö samstæð og virðast hafa verið hlaðin úr sérlega
vönduðu hleðslugrjóti með sléttum hliðum og beinum köntum, sem
mynda vinkil við hliðarnar. Veggir þeirra virðast hafa verið að verulegu
leyti hlaðnir úr grjóti, eftir hæð þeirra nú að dæma. Eitt fjárhúsið hefur
aðeins verið með 3 eða 4 steinaröðum í veggjum og stendur nokkuð frá
hinum. Efri hlutinn í veggjum þess hefur verið úr torfl og er nú eyddur.