Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 109

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 109
múlaþing 107 eins og alls staðar var siður í þá daga. 28. apríl 1894 voru Bjarni og Sigfús að flétta reiptögl en tveim dögum áður fór Bjarni út í Lón með hnykla og hefur sennilega verið ofið úr því bandi. Heilsufar fólksins var gott og rétt aðeins kom fyrir að þangað bærust kvef eða innflúensa. Hefur einangrunin áreiðanlega átt þátt í því. Tóbaksnotkun mun hafa verið talsverð, því Jón, Sigfús og Ragnhild- ur tóku öll í nefíð en Bjarni reykti pípu. Sótti Hefgi Einarsson oft sprekaglæður fram í eldhús á kvöldin til að kveikja í pípu Bjarna með. Ragnhildur hafði oft augnsviða og þrota í hvörmum en tóbaksnotkun gerði augun rakari svo að sviðinn hvarf. Hún mun hafa óttast blindu í elli en hélt þó sæmilegri sjón, þótt hún lifði fram um nírætt. Afengi var lítt um hönd haft í Víðidal. Þó lá það orð á Sigfúsi að hann hefði neytt þess meðan þau bjuggu á Hvannavöllum. Víst er að þá fór hann æði oft að heiman og - að því er virðist — án þess að hafa fullkomin erindi fyrir heimilið. Helgi Einarsson minnist á ein jól, er til þeirra kom gestur með fjögra potta kút af brennivíni. Sáu þeir Sigfús og gesturinn um að láta innihald kútholunnar endast í þrjá daga. Ekki fann Helgi mikil vínkaup í reikningum Sigfúsar í Djúpavogsverslun. En Sigfús var allra manna glaðastur við vín, sagði þá sögur og söng mikið. Eftir að þau voru flutt í Bragðavelli, gat hann stundum legið tímum saman með bók án þess að taka þátt í samræðum fólksins. En þá gátu umskipti orðið snögg, ef að garði bar gest, sem átti víntár til að hýrga hann með. Það mun þó ekki oft hafa gerst. Helgi Einarsson telur að alltaf hafi verið ró og gleði yfir heimilislífinu í Víðidal. Veturinn 1893 - 1894 læddist þó Amor í Dalinn, þegar Krist- ín vinnukona þeirra varð ófrísk eftir Sigfús. Settist þá mikill dapur- leiki að Ragnhildi, hún hætti að sitja í baðstofunni en hélt sig í eldhúsi með skæri sín og nálar, prjóna og fleira. Þetta jafnaðist þó eftir að Kristínu hafði verið komið fram í Lón um vorið og ól hún barn sitt þar. Það var 26. apríl um vorið að Jón fylgdi Kristínu út að Bæ en þar bjó faðir hennar þá og þessa viku skrifaði Bjarni í dagbókina. Næstu daga voru þeir Bjarni og Sigfús að flétta reiptögl og að ganga í Leiðartungum og Tröllakrókum. Barn Kristínar var drengur er hlaut nafnið Júlíus. Hann ólst að mestu upp að Bæ en bjó síðar að Hraunkoti og fluttist þaðan til Hafnar í Hornafirði. Helgi telur að Sigfús hafí mjög reynt að bæta fyrir þetta brot sitt gagnvart Ragnhildi og þess vegna hafí hann fallist á að flytja með henni í tveggja ára búskap að Veturhúsum í Hamarsdal um aldamótin. Hún undi illa á Bragðavöllum fyrst í stað og þráði dalalífið. En þau voru fátæk og vistin daufleg á Veturhúsum. Vorið 1901 fluttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.